12:20
Hádegisfréttir
Hádegisfréttir 24. nóvember 2024
Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Vinna við hækkun varnargarða og kælingu á hrauni við Svartsengi gengur vel og er útlitið betra en það var í gærkvöldi. Verktakar leggja þó ekki árar í bát heldur verður unnið áfram næstu sólarhringa.

Dregið hefur mikið úr virkni miðgígsins í eldgosinu við Sundhnúksgíga. Hraun flæðir samt áfram meðfram varnargörðum í Svartsengi.

Ísland er í hópi þeirra ríkja sem hefðu viljað ganga lengra á COP29, loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, sem lauk í gær. Hart var deilt um niðurstöðu ráðstefnunnar og telja margir hana vonbrigði.

Tæplega sextán þúsund hafa greitt atkvæði utankjörfundar í komandi alþingiskosningum. Kjörsókn er svipuð og í kosningunum fyrir þremur árum.

Oddviti L-lista í Langanesbyggð hefur sagt sig úr sveitarstjórninni eftir áratuga starf. Persónuleg óvild og hagsmunapólitík gerir honum ókleift að búa áfram í sveitarfélaginu.

Óánægju gætir meðal Ásatrúarmanna um að félag þeirra gerist aðildarfélag Landverndar. Sett hefur verið af stað undirskrifasöfnun til að reyna að snúa ákvörðuninni.

Hollendingurinn Max Verstappen varð í morgun sjötti ökuþórinn til að vinna fjóra heimsmeistaratitla í Formúlu eitt kappakstrinum.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 20 mín.
,