Í þættinum verður fjallað um ár í tónlistarsögunni sem verður að teljast að mörgu leyti sorglegt, að minnsta kosti settu sorglegir atburðir svip á þetta ár þegar litið er til fjögurra merkra tónskálda. Tónskáldin eru systkinin Felix og Fanny Mendelssohn og hjónin Robert og Clara Schumann, og árið er 1847. Öll tónlist sem flutt verður í þessum þætti er samin það ár eða tengist því. Þar á meðal eru þættir úr píanótríóum eftir Clöru Schumann og Fanny Mendelssohn, konsertþáttur í f-moll eftir Clöru Schumann, sönglagið "Auf der Wanderschaft" (Á veginum) eftir Felix Mendelssohn og söngdúettinn "Wiegenlied am Lager eines kranken Kindes" (Vögguljóð við rúmstokk hjá veiku barni) eftir Robert Schumann. Umsjón með þættinum hefur Una Margrét Jónsdóttir og lesari er Þorgerður E. Sigurðardóttir.