Á tónsviðinu

Lög við ljóð Byrons

Á þessu ári eru liðin 200 ár frá andláti Byrons lávarðar, eins frægasta skálds Breta, en hann í apríl 1824. Í tilefni af því verður þátturinn tónsviðinu" helgaður lögum við ljóð Byrons. Byron var afar umtalaður meðan hann lifði, ekki aðeins fyrir skáldsnilld, heldur líka fyrir fjöllyndi í ástum og vafasamt líferni. Margir dýrkuðu hann sem skáld og hann hafði mikil áhrif á íslensk skáld, til dæmis samdi Grímur Thomsen meistaraprófsritgerð um hann við Kaupmannahafnarháskóla árið 1845 og Steingrímur Thorsteinsson þýddi mörg ljóð eftir hann. Meðal tónskálda sem sömdu lög við ljóð Byrons voru Robert Schumann, Felix Mendelssohn, Fanny Mendelssohn Hensel, Nikolai Rimskí-Korsakov og Maude Valerie White. Umsjón með þættinum hefur Una Margrét Jónsdóttir og lesari er Gunnar Hansson.

Frumflutt

28. nóv. 2024

Aðgengilegt til

26. feb. 2025
Á tónsviðinu

Á tónsviðinu

Umsjón: Una Margrét Jónsdóttir.

Þættir

,