15:15
Læsi
Læsi og lestrarvandi
Læsi

Læsi og lesskilningi barna á Íslandi hefur hrakað hratt á undanförnum árum þrátt fyrir ýmsar aðgerðir til þess að sporna við þessari þróun. PISA-rannsókninn 2022 leiddi í ljós að tæplega helmingur 15 ára drengja býr ekki yfir grunnhæfni í lesskilningi, sama gildir um tæplega þriðjung stúlkna. Niðurstaðan er áhyggjuefni fyrir þjóðina alla. Í þáttaröðinni Læsi er rætt við fjölbreyttan hóp fólks sem kemur að skóla- og fræðslumálum á Íslandi. Fólk sem leggur sitt af mörkum til að styðja við fjölbreytta flóru nemenda í skólum landsins.

Þáttaröðin Læsi er framleidd af Rás 1.

Umsjón og dagskrárgerð: Guðrún Hálfdánardóttir.

Tæknimaður: Lydía Grétarsdóttir.

Um 34% grunnskólanemenda nutu sérstaks stuðnings eða sérkennslu í fyrra. Drengir eru líklegri en stúlkur til að njóta stuðnings bæði í leikskólum og grunnskólum. Það er ekki skylda fyrir alla þá sem hyggjast starfa sem kennarar að læra að kenna læsi.

Viðmælendur í þætti þrjú eru Guðbjörg Rut Þórisdóttir, Guðmundur Engilbertsson, Harpa Reynisdóttir, Una Guðrún Einarsdóttir, Þórey Huld Jónsdóttir og Þorgerður Anna Arnardóttir.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 41 mín.
,