17:00
Konungur millistríðsjassins
Áhrif Fats Wallers og rýþmahljómsveitar hans
Konungur millistríðsjassins

Þættir um tónlistarmanninn Fats Waller sem hefur haldið meiri vinsældum en flestir bandarískir tónlistarmenn millistríðsáranna þó hann hafi horfið af sjónarsviðinu 1943 aðeins 39 ára gamall.

Umsjón: Vernharður Linnet.

Hér verða leiknar upptökur frá seinna skeiði rýþmasveitar Fats Wallers, en vinsældir hans jukust ár frá ári og urðu til þess að alvarlegri verk hans voru síður hljóðrituð. Nokkrar mannabreytingar urðu á hljómsveit hans þessi níu ár sem hún starfaði en kjarninn var jafnan Herman Autrey á trompet, Gene Sedric á tenórsaxófón og klarinett og Al Casey á gítar. 1937 hljóðritaði Fats með hljómsveit sinni tvö úr hópi bestu laga sinna á 12 tommu lakkplötu, en aðeins klassískir tónlistarmenn fengu jafnan að hljóðrita á 12 tommurnar. Þar tók hvor hlið 4 mínútur í stað 3ja er rúmuðust á 10 tommu plötunum.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 49 mín.
,