07:03
Vínill vikunnar
Verst af öllu með Ríó Tríó
Vínill vikunnar

Vínil plata úr safninu dregin fram og spiluð í heild.

Vínill vikunnar að þessu sinni er platan Verst af öllu með Ríó Tríói, sem kom út árið 1976. Á plötunni eru tólf lög, tíu erlend og tvö íslensk, sem öll eru með íslenskum textum Jónasar Friðriks Guðnasonar. Platan sló í gegn á sínum tíma, seldist afar vel og fékk heilt yfir góða dóma í blöðum.

A-hlið: Ég vil elska, Verst af öllu, Eina nótt, Siggi Jóns, Einn á báti og Allir eru að gera það.

B-hlið: Óli Jó, Ungfrúin dansar, Bimbó, Týndi maðurinn, Stebbi og Lína og Kvennaskólapía.

Umsjón: Stefán Eiríksson.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 48 mín.
e
Endurflutt.
,