Vínil plata úr safninu dregin fram og spiluð í heild.
Vínill vikunnar að þessu sinni er platan Verst af öllu með Ríó Tríói, sem kom út árið 1976. Á plötunni eru tólf lög, tíu erlend og tvö íslensk, sem öll eru með íslenskum textum Jónasar Friðriks Guðnasonar. Platan sló í gegn á sínum tíma, seldist afar vel og fékk heilt yfir góða dóma í blöðum.
A-hlið: Ég vil elska, Verst af öllu, Eina nótt, Siggi Jóns, Einn á báti og Allir eru að gera það.
B-hlið: Óli Jó, Ungfrúin dansar, Bimbó, Týndi maðurinn, Stebbi og Lína og Kvennaskólapía.
Umsjón: Stefán Eiríksson.
Dagskrá um Þórberg Þórðarson
Í þættinum flytur m.a. Þórbergur kafla úr verkum sínum: Bréf til Láru, Pistilinn skrifaði, Íslenskur aðall og Ævisaga Árna prófstas. Matthías Jóhannesson les kafla úr bókinni Í kompaníi við allífið.
Umsjón: Gunnar Stefánsson
(Áður á dagskrá 1974)
Veðurstofa Íslands.
Alþingiskosningar eru handan við hornið og í ýmis horn að líta.
Baldvin Þór Bergsson tekur saman það sem hæst ber í viku hverri fram að kosningum.
Hvað fannst gestum Vikulokanna um kappræðurnar? Hvað sögðu Sigmundur Davíð og Inga Sæland í forystusætinu? Hvernig kýs unga fólkið? Allt þetta og meira til í þætti dagsins.
Farið yfir helstu fréttir vikunnar í spjalli við fólkið í fréttunum og fréttaskýrendur.
Gestir Vikulokanna eru Guðmundur Hálfdanarson prófessor í sagnfræði, Sigríður Margrét Oddsdóttir framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins og Magnús Sveinn Helgason hagsögufræðingur. Þau ræddu forsetakosningarnar í Bandaríkjunum, þróun heimsmála, komandi alþingiskosningar og stöðuna á vinnumarkaði.
Umsjón: Höskuldur Kári Schram
Tæknimaður: Jón Þór Helgason
Útvarpsfréttir.
Allt leikskólastarf í Hafnarfirði gæti lamast eftir mánuð, verði af verkfalli Verkalýðsfélagsins Hlífar. Formaður félagsins segir enga aðra lausn í deilunni.
Ísralesher drap í morgun níu manns á Gaza á svæði sem skilgreint hafði verið sem öruggt. Mikil eyðilegging er í suðurhluta Beirút eftir árásir Ísraela í nótt.
Það er afar líklegt að Donald Trump hafi unnið sigur í öllum sveifluríkjunum sjö og Repúblikanar nái meirihluta í báðum deildum þingsins. Forsætisráðherra vonar að tollastefna Trumps verði ekki til þess að alþjóðlegt viðskiptastríð brjótist út.
Elon Musk tók þátt í símtali Donalds Trumps við Volodymyr Zelensky, Úkraínuforseta í vikunni. Trump hefur lýst því yfir að hann vilji að milljarðamæringurinn leiði niðurskurðarnefnd sem hann ætlar að koma á fót.
Hagfræðistofnun leggur til í nýrri skýrslu að hækkun launa á almennum markaði og opinberum ráðist af aðstæðum í þeim geirum atvinnulífsins sem keppa á samkeppnismarkaði.
Hátt í þúsund lítrar af hættulegri sýru, sem átti að nýta á iðnaðarsvæði Arnarlax á Bíldudal, láku út í umverfið í nótt. Forstjóri Arnarlax segir mildi að enginn hafi slasast.
Nú er unnið að því að koma jólunum og stemningu sem þeim fylgja fyrir í skókössum. Þeir verða svo sendir til barna í Úkraínu.
Fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi.
Umsjón: Birta Björnsdóttir og Bjarni Pétur Jónsson.
Við ætlum að beina sjónum okkar í þættinum í dag að forsetakosningum sem fóru fram þann 5.nóvember síðastliðinnn. Þar mættust annars vegar auðkýfingur og erfingi viðskiptaveldis, og hins vegar lögræðingur með áherslu á refsirétt og bakgrunn í pólitík. Þarna erum við að sjálfsögðu að tala um nýafstaðnar forsetakosningar í kyrrahafsríkinu Palau, þar sem mágar börðust um embættið.
En svo kusu Bandaríkjamenn sér líka forseta í vikunni. Donald Trump verður annar forsetinn í sögunni sem gegnir forsetaembættinu tvisvar, tvö aðskilin kjörtímabil. Við skoðum söguna og fyrstu verkefni Trumps. Heyrum í Ólafi Jóhanni Ólafssyni sem spáir með okkur í spilinn fyrir komandi stjórnartíð.
Gestur úr Mannlega þættinum talar um bækur.
Lesandi vikunnar í Mannlega þættinum í þetta sinn var Steinunn Lilja Emilsdóttir verkefnastjóri á Ónæmisfræðideild Landspítalans. Við fengum að vita hvaða bækur hún hefur verið að lesa undanfarið og svo hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hana í gegnum lífið. Steinunn talaði um eftirfarandi bækur og höfundar:
Caravaggio – A Life Sacred and Profane e. Andrew Graham-Dixon.
The Book of Longing e. Leonard Cohen
The Giant‘s Bread e. Agatha Christie
The Woman in White e. Wilkie Collins
Brideshead Revisited e. Evelyn Waugh.
Íslensk jaðartónlist úr ýmsum áttum frá ýmsum hliðum. Umsjón: Árni Matthíasson
Árni Teitur Ásgeirsson á sér fjölmörg aukasjálf sem semja og flytja ýmisleg tilbrigði við tónlist. Hann er líka höfuðpaurinn í Skagahljómsveitinni Worm is Green sem er með afkastamestu hljómsveitum. Á síðustu árum hefur hann þó lagt mesta vinnu í sólóferil sinn undir listamannsnafninu Huxion.
Lagalisti:
Dr. ROK on ICE presents: Vélvild EP - Sunday Session 21.0
Lines & Boxes - Ofar er Betra (John Log Sour Mix)
hugsjónir & ofhugsjónir - Hugsjónir
unlike & unlove - Unlove
Önnur kemistría - Önnur kemistría
Huxion - Leyfum taktinum að lifa
Huxion - Vertu Stilltur ft. Minimalfunction
Í Kúrs gerast nemendur við Háskóla Íslands dagskrárgerðarmenn; segja sögur, kafa í fræðin og spyrja spurninga.
Leiðbeinandi: Anna Marsibil Clausen.
Flest höfum við ákveðnar skoðanir á litum, hvort sem við gerum okkur grein fyrir því eða ekki. Sumir hafa jafnvel það sterkar skoðanir á litum að vissir tónar vekja upp hjá þeim einstaka vellíðan eða gífurleg óþægindi. En hvernig mótast smekkur okkar á litum og þróast? Getum við séð liti með augum annarra eða jafnvel í nýju ljósi?
Umsjón: Hera Guðmundsdóttir
Læsi og lesskilningi barna á Íslandi hefur hrakað hratt á undanförnum árum þrátt fyrir ýmsar aðgerðir til þess að sporna við þessari þróun. PISA-rannsókninn 2022 leiddi í ljós að tæplega helmingur 15 ára drengja býr ekki yfir grunnhæfni í lesskilningi, sama gildir um tæplega þriðjung stúlkna. Niðurstaðan er áhyggjuefni fyrir þjóðina alla. Í þáttaröðinni Læsi er rætt við fjölbreyttan hóp fólks sem kemur að skóla- og fræðslumálum á Íslandi. Fólk sem leggur sitt af mörkum til að styðja við fjölbreytta flóru nemenda í skólum landsins.
Þáttaröðin Læsi er framleidd af Rás 1.
Umsjón og dagskrárgerð: Guðrún Hálfdánardóttir.
Tæknimaður: Lydía Grétarsdóttir.
Um 34% grunnskólanemenda nutu sérstaks stuðnings eða sérkennslu í fyrra. Drengir eru líklegri en stúlkur til að njóta stuðnings bæði í leikskólum og grunnskólum. Það er ekki skylda fyrir alla þá sem hyggjast starfa sem kennarar að læra að kenna læsi.
Viðmælendur í þætti þrjú eru Guðbjörg Rut Þórisdóttir, Guðmundur Engilbertsson, Harpa Reynisdóttir, Una Guðrún Einarsdóttir, Þórey Huld Jónsdóttir og Þorgerður Anna Arnardóttir.
Þáttur um bókmenntir, bæði hér heima og úti í heimi. Hlustendum er fylgt í gegnum lestur athyglisverðra bókmenntaverka og rætt við höfunda, útgefendur og fræðimenn um stefnur, strauma, tákn og tilvísanir.
Umsjón: Jóhannes Ólafsson.
Í sinni fyrstu skáldsögu, Kul, fjallar Sunna Dís Másdóttir um Unu sem er á barmi kulnunar. Una er send vestur á firði í svartasta skammdeginu í nýstofnað meðferðarúrræði sem nefnist Kul. Þar dvelur hópur fólks í þorpi við sjávarsíðuna í leit að bata og jafnvægi í lífinu. Fyrir vestan fer fortíðin að sækja á Unu, minningar frá æskuárunum með mömmu og Magga bróður. Við heimsækjum Sunnu Dís Másdóttur á skrifstofuna og fáum að heyra um hugmyndir bókarinnar.
Við þysjum svo inn í smæstu agnir sem vitað er um og finnum svör við eðli alheims sem eru svo stór að okkur fallast hendur og við hættum hreinlega að skilja. Þegar við hættum að skilja heiminn eftir Benjamin Labatut var að koma út í íslenskri þýðingu Sigrúnar Ástríðar Eiríksdóttur sem segir okkur frá.
Valur Gunnarsson segir okkur frá Berlín, borg sem hefur séð tímana tvenna. Framtíðin tilheyrir Berlín, sem er í sífelldri endurnýjun og sífelldu niðurrifi. En við erum líklega of sein fyrir Berlín, eins og allir aðrir. Valur var að gefa út bókina Berlínarbjarmar, langan doðrant um þessa margslungnu og klofnu borg.
Viðmælendur: Sigrún Á. Eiríksdóttir, Sunna Dís Másdóttir og Valur Gunnarsson.
Umsjón: Jóhannes Ólafsson
Þættir um tónlistarmanninn Fats Waller sem hefur haldið meiri vinsældum en flestir bandarískir tónlistarmenn millistríðsáranna þó hann hafi horfið af sjónarsviðinu 1943 aðeins 39 ára gamall.
Umsjón: Vernharður Linnet.
Hér verða leiknar upptökur frá seinna skeiði rýþmasveitar Fats Wallers, en vinsældir hans jukust ár frá ári og urðu til þess að alvarlegri verk hans voru síður hljóðrituð. Nokkrar mannabreytingar urðu á hljómsveit hans þessi níu ár sem hún starfaði en kjarninn var jafnan Herman Autrey á trompet, Gene Sedric á tenórsaxófón og klarinett og Al Casey á gítar. 1937 hljóðritaði Fats með hljómsveit sinni tvö úr hópi bestu laga sinna á 12 tommu lakkplötu, en aðeins klassískir tónlistarmenn fengu jafnan að hljóðrita á 12 tommurnar. Þar tók hvor hlið 4 mínútur í stað 3ja er rúmuðust á 10 tommu plötunum.
Í þættinum eru atburðir og málefni líðandi stundar skoðaðir í ljósi sögunnar. Umsjón: Vera Illugadóttir.
Eftir árás japanska hersins á bandarísku flotastöðina Pearl Harbor árið 1941 voru nærri 120 þúsund Bandaríkjamenn af japönskum ættum gerðir brottrækir af heimilum sínum á vesturströnd Bandaríkjanna, og sendir í fangabúðir þar sem þeir dvöldu nær öll stríðsárin. Fæstir fanganna höfðu nokkuð til saka unnið annað en að eiga ættir að rekja til óvinaríkisins Japan, og stór hluti þeirra voru bandarískir ríkisborgarar. Uppfærð útgáfa af þætti frá 2017.
Veðurstofa Íslands.
Sveiflutónlist og söngdansar að hætti hússins.
Paul Desmond og hljómsveit leika lögin Take Ten eftir Paul Desmond, síðan koma lögin The One I Love (Belongs To Someone Else), Theme From Black Orhpeus, Samba de Orfeu, Alone Together, Out of Nowhere og Nancy (With the Laughing Face). Kvartett Donny McCaslin flytur lögin Isfahan, Along Came Betty, Tenderly, A Prayer For Francis, Mountain Mama og Exile and Discovery. Tríó Bill Evans leikur lögin Speak Low, I Love You, Cenception, Our Delight, Five og No Cover No Minimum.
Áhrifamiklar konur sem mótuðu samtímann á öldinni sem leið. Konur sem voru ýmist dýrkaðar og dáðar - eða umdeildar. Allar eiga þær það þó sameiginlegt að eiga sinn sess í sögu síðustu aldar. Umsjón: Erla Tryggvadóttir. (Áður á dagskrá 2011)
Áhrifamiklar konur sem mótuðu samtímann á öldinni sem leið. Konur sem voru ýmist dýrkaðar eða umdeildar. Fjallað verður um Margaret Bourke-White, ljósmyndari. Umsjón: Erla Tryggvadóttir.
Einar Karl Haraldsson ræðir við leika og lærða um fornaldarsögur, heilagra manna sögur, konungasögur, Íslendingasögur, Íslendingaþætti, biskupasögur og fleiri forna texta.
(Áður á dagskrá 1985)
Í þættinum er spjallað við Sverri Tómasson cand. mag., sérfræðing í miðaldabókmenntum, um Tristrams sögu og Ísandar og lesinn kaflinn um líkneskjurnar.
Upplestur: Guðbjörg Þórisdóttir les á kafla úr Tristrams sögu og Ísandar.
Umsjón: Einar Karl Haraldsson.
Veðurstofa Íslands.
Í Litlu flugunni er leikin gamaldags tónlist frá öldinni sem leið: dægurlög, harmóníkutónlist, djass og danslög, með flytjendum á borð við Tónakvartettinn frá Húsavík, danshljómsveit Victors Sylvester, Caterinu Valente og Hauk Morthens.
Gömlu góðu hljómplöturnar eru í heiðri hafðar, bæði litlar og stórar, að ógleymdum segulböndum úr safni útvarpsins en í segulbandasafninu leynast margar ófáanlegar hljóðritanir með íslenskum tónlistarmönnum.
Umsjón: Lana Kolbrún Eddudóttir.
Litla flugan dregur fram gömul segulbönd og hljómplötur með lögum eftir píanóleikarann Árna Ísleifs. Þungamiðja þáttarins er hljóðritun með hljómsveit Árna og söngkonunni Lindu Walker sem gerð var í útvarpssal árið 1976, og hefur m.a. að geyma lag Árna við ljóð Matthíasar Johannessen, Hanna. Gunnar Ormslev blæs Bossanóva nr. 2 og 4 eftir Árna, og Haukur Morthens, Ingibjörg Þorbergs og hljómsveit Svavars Gests koma einnig við sögu. Umsjón: Lana Kolbrún Eddudóttir
Farið yfir helstu fréttir vikunnar í spjalli við fólkið í fréttunum og fréttaskýrendur.
Gestir Vikulokanna eru Guðmundur Hálfdanarson prófessor í sagnfræði, Sigríður Margrét Oddsdóttir framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins og Magnús Sveinn Helgason hagsögufræðingur. Þau ræddu forsetakosningarnar í Bandaríkjunum, þróun heimsmála, komandi alþingiskosningar og stöðuna á vinnumarkaði.
Umsjón: Höskuldur Kári Schram
Tæknimaður: Jón Þór Helgason
Útvarpsfréttir.
Tónlist af ýmsu tagi.
Felix Bergsson fer fram og til baka í tíma og rúmi með hlustendum Rásar 2. Hann skoðar gjarnan það sem gerðist á deginum á árum áður, fylgist með því sem efst er á baugi í menningarlífinu og fær svo góða gesti í Fimmuna. Þeir segja af fimm atriðum sem hafa haft djúp áhrif á líf þeirra.
Felix sendi þáttinn að þessu sinni frá Bandaríkjunum þar sem forsetakosningar voru í vikunni. Það litar mjög þáttinn og efni hans
lagalisti
Strax - Moskva Moskva (leiðtogafundur i reykjavik)
Everybody wants to rule the world - Tears for Fears
Ef ég gæti hugsana minna - Jónas og Magnús Þór
Bad Dreams, Teddy Swims
I miss you, I do, Árný Margrét,
Party at the White House - Viking Giant show
Duckface, Superserious,
Serbinn, Bubbi
New Shoes, Paolo Nutini
Dolly Parton - 9 to 5
Automatic Yes, John Mayer og Zedd
Andalúsía - Jónfrí
Snorri Helgason, Aron
The last great American dynasty, Taylor Swift
Renegades - X Ambassadors
Billy Joel - Piano Man (gaf út samnefnda plötu á þessum degi 1973)
Miami Vice Theme frá 1985
Illustion, Dua Lipa
Vor, Hjálmar
Hjálmar og Timbutktu dom hinner aldrig i fatt,
Dr Gunni - Aumingi með Bónuspoka
Don’t stop, Fleetwood Mac
You aint seen nothing yet - Bachman Turner overdrive
Umsjón: Salka Sól Eyfeld.
allt á sínum stað
Tónlist frá útsendingarlogg 2024-11-16
Alfreð Clausen, Hljómsveit Aage Lorange - Þú, þú, þú.
LEONARD COHEN - You Want It Darker.
BEATLES - Eleanor Rigby.
Fleetwood Mac - Dreams.
ARETHA FRANKLIN - Chain Of Fools.
BRUCE SPRINGSTEEN - Born In The U.S.A..
Sigríður Beinteinsdóttir - Ólafía og Óliver.
HARRY NILSON - Coconut.
AMERICA - A Horse With No Name.
HARRY BELAFONTE - Banana Boat.
BEATLES - Paperback Writer.
Björgvin Halldórsson - Ólafía og Óliver.
Berry, Chuck - You never can tell.
THE DOORS - Break on Through (To the Other Side).
Hjálmar Hjálmarsson - Haukurinn.
JOHN LENNON & THE PLASTIC ONO BAND - Give peace a chance.
Led Zeppelin - Whole lotta love.
Alicia Keys - Fallin'.
Eiríkur Fjalar - Súrmjólk í hádeginu.
Cocker, Joe - Feelin' alright.
THE MAVERICKS - Dance The Night Away.
PROCOL HARUM - A Whiter Shade Of Pale.
Murphy, Walter - A fifth of Beethoven.
Cyrus, Billy Ray - Achy breaky heart.
Williams, Hank, Sr. - Jambalaya (on the Bayou).
Murphy, Walter - A fifth of Beethoven.
Hljómar - Tasko tostada.
Álfrún Helga Örnólfsdóttir, Þorvaldur Davíð Kristjánsson, Halla Vilhjálmsdóttir, Jón Elíasson, Grímur Helgi Gíslason, Kristín Ósk Wium Hjartardóttir - Ef þú brosir öllum við.
Útvarpsfréttir.
Allt leikskólastarf í Hafnarfirði gæti lamast eftir mánuð, verði af verkfalli Verkalýðsfélagsins Hlífar. Formaður félagsins segir enga aðra lausn í deilunni.
Ísralesher drap í morgun níu manns á Gaza á svæði sem skilgreint hafði verið sem öruggt. Mikil eyðilegging er í suðurhluta Beirút eftir árásir Ísraela í nótt.
Það er afar líklegt að Donald Trump hafi unnið sigur í öllum sveifluríkjunum sjö og Repúblikanar nái meirihluta í báðum deildum þingsins. Forsætisráðherra vonar að tollastefna Trumps verði ekki til þess að alþjóðlegt viðskiptastríð brjótist út.
Elon Musk tók þátt í símtali Donalds Trumps við Volodymyr Zelensky, Úkraínuforseta í vikunni. Trump hefur lýst því yfir að hann vilji að milljarðamæringurinn leiði niðurskurðarnefnd sem hann ætlar að koma á fót.
Hagfræðistofnun leggur til í nýrri skýrslu að hækkun launa á almennum markaði og opinberum ráðist af aðstæðum í þeim geirum atvinnulífsins sem keppa á samkeppnismarkaði.
Hátt í þúsund lítrar af hættulegri sýru, sem átti að nýta á iðnaðarsvæði Arnarlax á Bíldudal, láku út í umverfið í nótt. Forstjóri Arnarlax segir mildi að enginn hafi slasast.
Nú er unnið að því að koma jólunum og stemningu sem þeim fylgja fyrir í skókössum. Þeir verða svo sendir til barna í Úkraínu.
Njóttu laugardaganna með með smellum fyrri áratuga. Nostalgísk samvera og besta tónlistin, afmælisbörn, útgáfur og allt þar á milli. Hvar er betra að vera á laugardagseftirmiðdegi, svarið er hvergi! Umsjón með Smelli hefur Kristján Freyr.
Það er laugardagur og þá brestur á með Smellum í útvarpinu hjá hlustendum Rásar 2. Kristján Freyr sat vaktina og sérvaldi alls konar kræsingar fyrir hlustendur sína. Að auki fékk Kristján góðan laugardagsgest þar sem Bríet leit við og með glænýtt lag í farteskinu, Takk fyrir allt.
Hér er svo laugardagssmellamessan:
Frá kl. 12:40:
KOLRASSA KRÓKRÍÐANDI - Opnaðu Augun Þín.
BLIND MELON - No rain.
STEVIE WONDER - Signed, Sealed, Delivered.
STEREOPHONICS - Handbags And Gladrags(Radio edit).
Frá kl. 13:00:
Beyoncé - Bodyguard.
FLEETWOOD MAC - Rhiannon (Will You Ever Win).
Fjallabræður, Emmsjé Gauti - Bensínljós.
THE CHARLATANS - My Beautiful Friend.
Peter Bjorn and John - Amsterdam.
QUEEN - Killer Queen.
PAT BENATAR - We belong.
Villi Valli - Vorkoman.
Kristján Kristjánsson, Villi Valli - Í Hollakoti.
GLASS ANIMALS - Heat Waves.
PEARL JAM - Elderly woman behind the counter in a small town.
PÍLA - Nobody.
1860 - Íðilfagur.
Frá kl. 14:00:
BRÍET & ÁSGEIR - Venus.
Rufus - Tell me something good.
Birnir, Bríet - Andar-drátt.
Bríet - Takk fyrir allt.
PIXIES - La La Love You.
Daniil, Frumburður - Bráðna.
ROXY MUSIC - Let's stick together.
Chappell Roan - Hot To Go!.
MADNESS - House Of Fun.
GEIRI SÆM OG HUNANGSTUNGLIÐ - Er Ást Í Tunglinu.
Frá kl. 15:00:
GRAFÍK - Já Ég Get Það.
PREFAB SPROUT - King of Rock and Roll.
Dina Ögon - Jag vill ha allt.
Sébastien Tellier - Divine.
CATATONIA - Road Rage.
DURAN DURAN - A View To A Kill.
COLDPLAY - Viva La Vida.
Ásdís, Purple Disco Machine - Beat Of Your Heart.
SUPERGRASS - Moving.
THE BANGLES - Manic Monday.
Loreen - Euphoria (Eurovision 2012 - Sweden).
Go West - King of Wishful Thinking
THE JAM - That's Entertainment.
Íslensk dægurlagasaga í tali og tónum. Í þáttunum er eitt ár í íslenskri dægurlagtónlistarasögu tekið fyrir í einu frá árinu 1980 til 2020. Umsjónarmenn: Ásgeir Eyþórsson og Gunnlaugur Jónsson.
Birnir fer út í geim, Jói Pé og Króli fara í átt að tunglinu, Huginn er eini strákurinn, Herra Hnetusmjör er hetjan úr hverfinu og Aron Can ætlar aldrei heim. Prins Póló notar þriðja kryddið, Berndsen flytur tregafullt fullorðinspopp og haustvindar blása um Svavar Knút. Bræðurnir Friðrik Dór og Jón Jónssynir semja Þjóðhátíðarlagið, Gus Gus er orðinn dúett, Skálmöld segir sorgarsögu og Jónas Sigurðsson mildar hjartað. Emmsjé Gauti fer í hræðilegt ferðalag, Hatari dansar spillingardans, Benny Crespo’s Gang gerir minniháttar mistök og Vintage Caravan treður upp á yfir 100 tónleikum út um allan heim.
Umsjón: Ásgeir Eyþórsson og Gunnlaugur Jónsson.
Lagalisti:
Birnir - Út í geim
Birnir - Afhverju
Birnir - Joey Skit
Birnir - Milljón
Birnir - Fáviti
Birnir & GDRN - RealBoyTing
Birnir - Playa mig
Birnir - Dauður
Björk - Um akkeri
Jón Jónsson - Lost
Jón Jónsson - Með þér (milda hjarta)
Jón Jóns & Friðrik Dór - Á sama tíma, á sama stað
Friðrik Dór & Jón Jónsson - Heimaey
Friðrik Dór - Fyrir fáeinum sumrum
Friðrik Dór - Segir ekki neitt
Prins Póló - Læda slæda
Prins Póló - Er of seint að fá sér kaffi núna?
Prins Póló og Hjálmar- Er of seint að fá sér kaffi núna?
Prins Póló - Líf ertu að grínast?
Prins Póló - Dúllur
Védís Hervör - Grace
Védís Hervör - Blow My Mind
Védís Hervör - Wild
Logi Pedro & Birnir - Dúfan mín
Logi Pedro & Floni - Ertugeim
Logi Pedro, Birnir & Floni - Tíma
Unnsteinn - Hjarta
Aron Can - Nei við því
Aron Can - Aldrei heim
Halli Reynis - Allar mínar götur
Bjartmar Guðlaugsson - Þegar þú sefur
Baggalútur - Sorrí með mig
Hatari - Spillingardans
Dúettinn Plató - Spillingadans
Emmsjé Gauti - Hógvær
Emmsjé Gauti - Eins og ég
Emmsjé Gauti - Mér líður vel
Eivör & John Lunn - The Last Kingdom
Eivör & John Lunn - Lívstræðrir
Gus Gus - Featherlight
Gus Gus & John Grant - Don’t Know How To Love
Jói Pé & Króli - Sjúkir í mig
Jói Pé & Króli - Í átt að tunglinu
Jói Pé & Króli - Þráhyggja
Jói Pé & Króli - 00:26
Huginn - Með þér (Interlude)
Huginn - Hætti ekki
Huginn & Herra Hnetusmjör - Hetjan
Huginn - Veist af mér
Herra Hnetusmjör - Shoutout á mig
Herra Hnetusmjör - Labbilabb
Herra Hnetusmjör - Upp til hópa
Herra Hnetusmjör - Keyra
Herra Hnetusmjör - Vangaveltur
Berndsen - Alter Ego
Berndsen - Shaping The Grey
Dagur Sigurðarsson - Í stormi
Ari Ólafsson - Our Choice
Vintage Caravan - Reflections
Vintage Caravan - Tune Out
Vintage Caravan - On The Run
Vintage Caravan - Set Your Sights
Vintage Caravan - The Chain
Atería - Saga fyrrverandi verðandi fiðrildis
Svavar Knútur - Morgunn
Svavar Knútur - The Hurting
Svavar Knútur - Haustvindar
Máni Orrason - You’re Acting Like A Fool
Haukur Heiðar - Draumaland
Arnór Dan - Stone By Stone
Birgir Stefánsson - Home
Skálmöld - Sverðið
Skálmöld - Móri
Skálmöld - Mara
Benny Crespos’s Gang - Another Little Storm
Arnar Úlfur - Hvítur tígur
Arnar Úlfur & Salka Sól - Falafel
Jónas Sig - Núna
Jónas Sig - Dansiði
Jónas Sig - Höldum áfram
Jónas Sig - Ég leitaði einskis og fann
Jónas Sig - Að lokum
Jónas Sig - Milda hjartað
Fréttastofa RÚV.
Atli Már Steinarsson tekur á móti gesti sem fer í gegnum uppáhaldslög frá mismunandi tímum.
Ásrún Magnúsdóttir danshöfundur mætir í Lagalistann með alls kyns lög í farteskinu sem tengjast lífi sínu sem við förum yfir í leiðinni. Við munum hlusta á söngleikjalög, Spice Girls, Alphaville og Maístjörnuna svo eitthvað sé nefnt en þó alls ekki tæmandi listi af áhugaverðum lögum sem koma við sögu í þættinum.
Spjallað við landann og leikin tónlist úr öllum áttum á laugardagskvöldum. Ljúfir tónar, brjálað rokk og óskalög úr öllum landshornum.
Nokkur dansvæn lög og önnur minna dansvæn röðuðust upp í þætti kvöldsins. Það mátti jafnvel finna vangalög inná milli.
Lagalisti:
Bylur - Rugl
Morðingjarnir - Airwaves
Charlotte Adigery & Bolis Pupul - Haha
Silvurdrongur - Mánadrongur
HAM - Sýnir sá
Dr. Gunni - Verum góð við hnakkana
ELO - Last Train To London
Rammstein - Radio
Four Tops - Reach Out I'll Be There
Coldplay - In my place
Skálmöld - Með drekum
Iron Maiden - The trooper
Jan Mayen - Nick Cave
Metallica - Master of puppets
Cure - Alone
GusGus - Unfinished Symphony
Nancy Sinatra & Lee Hazlewood - Summer Wine
Billy Joel - Uptown girl
Dimma - Ég brenn
Ragnar Bjarnason og Lay Low - Þannig týnist tíminn
Hljómar - Tasko Tostada
Nazareth - Love hurts
Scorpions - Wind of change
Rammstein - Amerika
Chic - Good times
ELO - Shine a little love
Joy Division - Transmission
Sade - Smooth Operator
LCD Soundsystem - X-ray eyes
Grandmaster Flash and Furious 5 - The message
TÝR - Ormurinn Langi
Guns N' Roses - November rain