22:10
Litla flugan
Stína, ó Stína - lög eftir Árna Ísleifs
Litla flugan

Í Litlu flugunni er leikin gamaldags tónlist frá öldinni sem leið: dægurlög, harmóníkutónlist, djass og danslög, með flytjendum á borð við Tónakvartettinn frá Húsavík, danshljómsveit Victors Sylvester, Caterinu Valente og Hauk Morthens.

Gömlu góðu hljómplöturnar eru í heiðri hafðar, bæði litlar og stórar, að ógleymdum segulböndum úr safni útvarpsins en í segulbandasafninu leynast margar ófáanlegar hljóðritanir með íslenskum tónlistarmönnum.

Umsjón: Lana Kolbrún Eddudóttir.

Litla flugan dregur fram gömul segulbönd og hljómplötur með lögum eftir píanóleikarann Árna Ísleifs. Þungamiðja þáttarins er hljóðritun með hljómsveit Árna og söngkonunni Lindu Walker sem gerð var í útvarpssal árið 1976, og hefur m.a. að geyma lag Árna við ljóð Matthíasar Johannessen, Hanna. Gunnar Ormslev blæs Bossanóva nr. 2 og 4 eftir Árna, og Haukur Morthens, Ingibjörg Þorbergs og hljómsveit Svavars Gests koma einnig við sögu. Umsjón: Lana Kolbrún Eddudóttir

Er aðgengilegt til 07. febrúar 2025.
Lengd: 38 mín.
e
Endurflutt.
,