Tólf prósent auglýsingatekna RÚV renna til einkarekinna fjölmiðla, samkvæmt tillögu stjórnvalda. Forstjóri Sýnar telur aðgerðirnar geta skapað sátt.
Þekkt er að menn geti stýrt fíkniefnasmygli úr fangelsum, segir aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra. Handtaka íslensks höfuðpaurs í Brasilíu fyrir tveimur árum virðist hafa haft lítil áhrif á fíkniefnamarkaðinn.
Tryggja þarf að það sé skýrt hvenær heilbrigðisstarfsfólki er heimilt að rjúfa þagnaskyldu og tilkynna ofbeldi, segir verkefnastjóri afbrotavarna hjá ríkislögreglustjóra. Læknar segjast ekki hafa mátt tilkynna alvarlegt ofbeldi til lögreglu vegna þagnarskyldu, í máli þar sem kona varð föður sínum að bana.
Krónprinsessa Noregs þarf líklega að gangast undir lungnaígræðslu. Aðgerðin er hættuleg og veikindin mjög alvarleg.
Fjörutíu jólasveinar og álfar fóru ránshendi um kanadíska matvöruverslun í vikunni. Þeir segja ránsfenginn renna til nauðstaddra.