Vinnuslys á Grundartanga, óboðlegt að vista börn í Flatahrauni og fernt í gæsluvarðhaldi
Starfsmaður slasaðist þegar öryggi sprakk í aðveitustöð í álveri Norðuráls á Grundartanga í dag.
Umboðsmaður Alþingis telur ólíðandi að vista börn á lögreglustöðinni í Flatahrauni í Hafnarfirði, þó að það sé til bráðabirgða.
Fernt er í gæsluvarðhaldi tveir karla og tvær konur vegna rannsóknar á mannsláti, frelsissviptingu og fjárkúgun.
Forseti Bandaríkjanna er vongóður um að semjist um vopnahlé milli Rússlands og Úkraínu, forseti Rússlands er nokkuð bjartsýnn en forseti Úkraínu ekki.
Fjármálaráðherra segir að flutningur á málefnum barna með fjölþættan vanda og uppbyggingu öldrunarheimila frá sveitarfélögum til ríkis skapi þeim svigrúm til að mæta auknum kostnaði vegna samninga við kennara.
Ráðherrar verða að fara varlega í gagnrýni á dómskerfið segir dósent í lögfræði, þó að dómstólar séu ekki hafnir yfir gagnrýni.