ok

Kvöldfréttir útvarps

Mannúðarkrísa á Gaza og blóðtaka úr merum

Ef dýralæknir eða eftirlitsaðili sparkaði í merar við blóðtöku hefði átt að stoppa það strax, segir formaður Dýralæknafélags Íslands. Svona framkoma sé óásættanleg og eigi ekki að líðast í kringum dýr.

Alþjóðaheilbrigðisstofnunin segir ástand á spítölum á Gaza ólýsanlegt. Mannúðarkrísan hefur ekki verið verri þar að mati Sameinuðu þjóðanna.

15 ár eru í dag síðan gosið í Eyjafjallajökli hófst. Það kom Íslandi á kortið hjá mörgum sem vissu ekki hvar það var. Ferðaþjónustan fór á flug og efnahagslífið rétti úr kútnum eftir hrunið.

Landsvirkjun greiðir um 25 milljarða króna í arðgreiðslu til ríkissjóðs í ár. Ný stjórn var skipuð á aðalfundi fyrirtækisins í dag.

Vakta þarf ferðamannastaði á Reykjanesskaga vegna þeirra jarðhræringa sem þar hafa orðið, að mati formanns Landverndar. Hún vill að þar verði stofnaður þjóðgarður. Lögreglan á Suðurnesjum varaði ferðamenn í morgun við aðstæðum nærri tveimur stöðum á Reykjanesi.

Frumflutt

14. apríl 2025

Aðgengilegt til

14. apríl 2026
Kvöldfréttir útvarps

Kvöldfréttir útvarps

Fréttir

Þættir

,