Heilbrigðisráðherra skilur óánægju og kennarar undirbúa verkföll
Heilbrigðisráðherra segist skilja óánægju með fyrirkomulag niðurgreiðslu brjóstaskimana. Fólk í áhættuhópi fyrir brjóstakrabbameini fær brjóstaskimun ekki niðurgreidda eins og þau sem eru einkennalaus.
Trúnaðarmenn félags framhaldsskólakennarar hafa þungar áhyggjur af pattstöðunni í kjaradeilu félagsins við ríkið. Undirbúningur er að hefjast fyrir ótímabundin verkföll í ákveðnum framhaldsskólum.
Dómsmálaráðherra segir lögregluna hafa verið of fáliðaða alltof lengi. Markmiðið sé að fjölga lögreglumönnum um fimmtíu á þessu ári.
Donald Trump sver embættiseið sem forseti Bandaríkjanna á mánudag. Athöfnin verður innandyra þar sem spáð er hörkufrosti í Washington.
Tæplega 100 skjálftar, yfir einum að stærð, hafa mælst á miklu dýpi við Grjótárvatn á Snæfellsnesi það sem af er janúar. Það er sambærilegt því sem mældist allan desember.