Kvöldfréttir útvarps

Skýrsla rannsóknarnefndar um snjóflóð í Súðavík 1995

Pólitík tafði snjóflóðavarnir og samskiptaörðugleikar lituðu samskipti almannavarnanefndar kvöldið og nóttina sem snjóflóðið féll í Súðavik fyrir þrjátíu árum. Þetta er meðal þess sem kemur fram í skýrslu rannsóknarnefndar um flóðið, sem kynnt var í dag.

Sonur bandaríska leikstjórans og leikarans Robs Reiners, hefur verið handtekinn í tengslum við ránnsókn á morði á foreldrum hans. Slúðurmiðlar segja hann hafa myrt þau en lögregla hefur ekki staðfest það.

Kerfisbundið er brotið á mannréttindum sjúklinga vegna neyðarástands sem ríkir í bráðaþjónustu hér á landi. Þetta kemur fram í opnu bréfi Félags bráðalækna, sem telur nauðsynlegt upplýsa stjórnvöld og almenning um ástandið.

Lögreglan lokaði akstursleiðum samkomu vegna ljósahátíðar gyðinga í Bankastræti í gær. Aðstoðarlögreglustjóri segir viðbúnað hafa verið aukinn í ljósi hryðjuverks á sams konar samkomu í Ástralíu.

Frumflutt

15. des. 2025

Aðgengilegt til

15. des. 2026
Kvöldfréttir útvarps

Kvöldfréttir útvarps

Fréttir

Þættir

,