ok

Kvöldfréttir útvarps

Vopnahlé á Gaza í sjónmáli, flokkar funda og týndu atkvæðin

Háttsettir menn innan Hamas-samtakanna og Ísraelsstjórnar lýsa aukinni bjartsýni um vopnahlé eftir að milligöngumenn lögðu fyrir þá lokadrög að samkomulagi. Fulltrúar fráfarandi og verðandi Bandaríkjaforseta fylgjast grannt með viðræðum.

Sjálfstæðismenn halda landsfund í lok febrúar og þar verða formannsskipti. Landsstjórn Framsóknarflokks ræðir í lok janúar hvort flýta eigi flokksþingi. Formaðurinn hefur sagst vilja leiða flokkinn áfram.

Núverandi kosningakerfi er mjög viðkvæmt fyrir smávægilegum breytingum á atkvæðafjölda, segir sérfræðingur í kosningakerfum. Tímabært sé að endurskoða það.

Hátt í 90 bændur fá tæplega 300 milljónir krónur í bættur úr Bjargráðasjóði vegna kaltjóns á Norðurlandi síðasta vetur.

Frumflutt

13. jan. 2025

Aðgengilegt til

13. jan. 2026
Kvöldfréttir útvarps

Kvöldfréttir útvarps

Fréttir

Þættir

,