Fulltrúar Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks, Viðreisnar og Flokks fólksins héldu í dag áfram viðræðum um myndun nýs meirihluta í borgarstjórn. Viðræðum er lokið í dag og eru að sögn ekki langt komnar.
Einungis ein flugbraut er í notkun á Reykjavíkurflugvelli eftir að austur-vestur flugbraut var lokað á miðnætti í nótt, þar sem hæð trjágróðurs í Öskjuhlíð er talin ógna flugöryggi. Forstjóri Samgöngustofu segir stöðuna alvarlega.
Ásakanir gengu á víxl um ástand fanga og gísla sem Hamas og Ísraelsstjórn skiptust á í dag. Nokkrir Palestínumenn urðu að fara á sjúkrahús og ísraelsku gíslarnir virtust fölir og veiklulegir.