ok

Kvöldfréttir útvarps

Ill meðferð á blóðmerum sést í nýrri rannsókn og Trump frestar tollheimtu

Íslensk hross eru beitt kerfisbundnu ofbeldi og verða það áfram á meðan blóðmerahald er við lýði, að mati dýraverndarsamtaka sem rannsakað hafa blóðtöku úr dýrunum. Lögmaður samtakanna segir stjórnvöld brjóta reglur um dýravernd.

Bandaríkjaforseti ætlar að hækka tolla á kínverskar vörur í 125% en fresta álögum á vörur frá öðrum ríkjum umfram tíu prósent í þrjá mánuði. Forsætisráðherra segir að öllu skipti að verja stöðu Íslands á innri markaði Evrópu. Hún ræddi við leiðtoga ESB um tollamál síðdegis.

Það stefnir í að raforkukostnaður garðyrkjubænda verði 30% af rekstrarkostnaði í ár. Sölufélag garðyrkjumanna skorar á stjórnvöld að grípa inn í bráðavanda.

Þrír eru áfram í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar á manndrápi, frelsissviptingu og fjárkúgun í mars. Sjö eru með réttarstöðu sakbornings.

Frumflutt

9. apríl 2025

Aðgengilegt til

9. apríl 2026
Kvöldfréttir útvarps

Kvöldfréttir útvarps

Fréttir

Þættir

,