Kvöldfréttir útvarps

Kvöldfréttir 14. desember 2025

Ellefu voru drepnir í skotárás á samkomu gyðinga í Ástralíu í dag sem rannsakað er sem hryðjuverk. Lögreglan var með aukna viðveru í miðborg Reykjavíkur síðdegis vegna ljósahátíðar gyðinga.

Varaformaður Vinstri grænna telur fyrirhugað brotthvarf Svandísar Svavarsdóttur úr forystu flokksins fela í sér tækifæri til öflugrar nýliðunar. Hann hefur ekki ákveðið hvort hann gefi áfram kost á sér til forystu.

Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri segir það ekki persónulegt markmið sitt vera fræg og vinsæl, heldur árangri í pólitík. Tvö prósent aðspurðra sögðust í könnun Maskínu vilja hana áfram í embætti.

Sameinuðum sveitarfélögum er refsað með niðurskurði á almenningssamgöngum, mati sveitarstjórnar í Borgarbyggð.

Noregur er heimsmeistari kvenna í handbolta.

Frumflutt

14. des. 2025

Aðgengilegt til

14. des. 2026
Kvöldfréttir útvarps

Kvöldfréttir útvarps

Fréttir

Þættir

,