ok

Kvöldfréttir útvarps

Fyrning samkeppnisbrota, leiðtogafundur, húsaleigulög, Grænland og menntamál

Samkeppniseftirlitið og héraðssaksóknari ætla að ræða við ráðherra um þá stöðu sem upp er komin í rannsókn á samkeppnislagabrotum, eftir að fella þurfti niður mál fjögurra stjórnenda hjá Samskipum og Eimskip vegna manneklu

Leiðtogar Evrópuríkja sem komu saman í París í dag telja frekar ástæðu til að herða á viðskiptaþvingunum gagnvart Rússum en að aflétta þeim fyrr en friður kemst á. Forsætisráðherra segir Ísland geta stutt við frið í Úkraínu á margvíslegan hátt.

Bannað verður að breyta húsaleiguverði á fyrstu tólf mánuðum leigutímans nái nýtt frumvarp félagsmálaráðherra fram að ganga.

Nýr mennta- og barnamálaráðherra segir liggja í augum uppi að bætt starfsskilyrði kennara eigi eftir að skila sér til íslenskra nemenda.

Nú hillir undir nýja ríkisstjórn á Grænlandi. Heimildir fréttastofu KNR – ríkisútvarps Grænlands – herma að fjórir af fimm flokkum á þingi ætli að mynda breiða samsteypustjórn.

Fimm særðust í hnífstunguárás við Dam-torgið í miðborg Amsterdam í morgun.

Umsjón: Þorgils Jónsson og Ævar Örn Jósepsson

Tæknimaður: Kormákur Marðarson

Stjórn útsendingar: Valgerður Þorsteinsdóttir

Frumflutt

27. mars 2025

Aðgengilegt til

27. mars 2026
Kvöldfréttir útvarps

Kvöldfréttir útvarps

Fréttir

Þættir

,