ok

Kvöldfréttir útvarps

Trump í Davos, JL-húsið og formannsslagur í Sjálfstæðisflokki

Bandaríkjaforseti vill að Evrópuríki verji 5% af þjóðarframleiðslu sinni í varnarmál.

Forstjóri Framkvæmdasýslu ríkisins taldi að öll leyfi væru fyrir hendi við undirritun leigusamnings um JL húsið. Hann segir nauðsynlegt að leysa úr húsnæðismálum hælisleitenda.

Formaður Matvís segir að fólk með sveinspróf í matvælaiðnaði fái það ekki metið til launa á leikskólum landsins og því geti verið erfitt að fá menntað fólk í störfin.

Þriðji ættbogi fjár sem ber ARR genið sem verndar fyrir riðu er fundinn í Mýrdal.

Samskipti þeirra sem byggja grænu skemmuna í Breiðholti og borgaryfirvalda snerust aðallega um bílastæði við húsið og þau sýna að Hagar sögðust ekki myndu leigja húsið nema ásættanlegur fjöldi bílastæða yrði þar.

Frumflutt

23. jan. 2025

Aðgengilegt til

23. jan. 2026
Kvöldfréttir útvarps

Kvöldfréttir útvarps

Fréttir

Þættir

,