Meirihlutaviðræður ganga vel og verkföll í Kópavogi
Viðræður um myndun nýs meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur hafa haldið áfram í dag, fundi oddvita lauk á sjötta tímanum. Við heyrum í oddvita Samfylkingarinnar.
Ótímabundin verkföll hefjast í öllum leikskólum í Kópavogi þriðja mars. Atkvæðagreiðslu kennara um verkfallsboðanir lauk í dag, boðuð eru verkföll í 22 leikskólum og fjórum grunnskólum.
Skólastjóri segir hafa komið til tals að loka þurfi skólalóðum eftir að nemendur fundu skotvopn á þaki Laugalækjarskóla í gærkvöld. Lögregla rannsakar málið.
Hamas hyggst leysa þrjá ísraelska gísla úr haldi á morgun og hefur sent ísraelskum stjórnvöldum nöfn þeirra. Hlé hafði verið gert á lausn gíslanna fyrr í vikunni vegna meintra brota Ísraela gegn skilmálum vopnahlés sem samið var um í janúar.