Fjórum var bjargað úr húsarústum í Mjanmar, tæpum sextíu klukkutímum eftir að stór jarðskjálfti reið þar yfir. Sautján hundruð hafa fundist látnir í landinu.
Eldingum laust niður skammt suður af Hafnarfirði í eldingaveðri sem gengur yfir Suðvesturland. Salalaug í Kópavogi var lokað um tíma vegna veðursins.
Sorpa tók við flokkun og útflutningi á fatnaði eftir að sveitarfélögum var gert skylt að safna og endurvinna textíl. Kostnaðurinn við þetta hleypur á hundruðum milljóna króna.
Nemendur í Víkurskóla höfðu erindi sem erfiði þegar þau óskuðu eftir við sveitarstjórn að sparkvöllur við skólann yrði lagaður.