ok

Kvöldfréttir útvarps

Foreldrar í Hafnarfirði skipuleggja vaktir og Ísraelstjórn hótar öllu illu

Foreldrar grunnskólabarna í Víðistaðaskóla í Hafnarfirði hafa skipulagt vaktir til að gæta barna sinna á leið í skóla. Þeir eru óttaslegnir vegna fjögurra mála þar sem fullorðinn maður er sagður hafa veist að börnum.

Ráðamenn í Ísrael hafa brugðist ókvæða við yfirlýsingum nokkurra vestrænna ríkja um að viðurkenna sjálfstæði Palestínu. Prófessor í nútímasögu Miðausturlanda segir Ísraelsríki vera að einangrast alþjóðlega.

Matvælaráðuneytið hefur hafnað því að afhenda fréttastofu RÚV eftirlitsskýrslu Matvælastofnunar um hvalveiðar í fyrra þar til Hvalur hf. hefur fengið tækifæri til að bregðast við. Ráðuneytið vísar í dóm Landsréttar í Brúneggjamálinu.

Héraðsdómur Suðurlands hafnaði í dag kröfu lögreglunnar um áframhaldandi gæsluvarðhald yfir karlmanni frá Litháen í tengslum við rannsókn á mannsláti á Kiðjabergi. Hann fór beint í afplánun fyrir annað brot.

Frumflutt

23. maí 2024

Aðgengilegt til

23. maí 2025
Kvöldfréttir útvarps

Kvöldfréttir útvarps

Fréttir

Þættir

,