Ný ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins verður kynnt um helgina. Formennirnir hafa komið sér saman um skiptingu ráðuneyta.
Formaður Neytendasamtakanna segir mikilvægt að koma sjónarmiðum neytenda að, í máli Innness gegn Samkeppniseftirlitinu. Breytingar á búvörulögum sem nú eru á borði dómstóla hefðu gífurleg áhrif á neytendur um allt land.
Maður, sem grunaður er um að hafa banað forstjóra United Healthcare í Bandaríkjunum, verður framseldur til New York þar sem hann verður ákærður fyrir morðið
Verðbólga stendur í stað milli mánaða. Hagfræðingur á von á hægfara hjöðnun næstu misseri.
Áætlaður heildarkostnaður við nýja brú yfir Skjálfandafljót við Goðafoss er áætlaður tólfhundruð milljónir króna. Framkvæmdir hefjast í fyrsta lagi tvöþúsund tuttugu og níu.
Umsjón: Ævar Örn Jósepsson og Alexander Kristjánsson
Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon
Stjórn útsendingar: Annalísa Hermannsdóttir