Skyndibitinn

Sótthiti skjalasafnsins

Mal d'Archive, Sótthiti skjalasafnsins (1995) eftir franska heimspekinginn Jacques Derrida er til umfjöllunar í þætti dagsins. Í bókinni skoðar Derrida eðli og virkni skjalasafnsins, aðallega út frá freudískum fræðum. Hann segir stjórnun skjalasafnsins ómissandi þátt í stjórnmálalegu valdi og einnig minninga. Eðli skjalasöfnunar í hverju tilviki hefur afgerandi áhrif á líf skjalsins. Við rýnum í verkið sem og afbyggingaraðferð Derrida í þætti dagsins.

Viðmælandi er Oddný Eir Ævarsdóttir, rithöfundur og heimspekingur.

Skyndibitinn er franskt crêpes.

Frumflutt

20. des. 2019

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Skyndibitinn

Skyndibitinn

Í þáttaröðinni er rætt við fræðafólk og unnendur um fróðlegar hugmyndir úr menningarsögu mannsins yfir skyndibita. Í hverjum þætti er tekið fyrir ákveðið listaverk, merk hugsmíð, skapandi einstaklingur, stefna, straumur. Eitthvað sem hefur hreyft við manninum í gegnum tíðina og sett mark sitt á listasöguna.

Umsjón: Anna Gyða Sigurgísladóttir.

Þættir

,