Skyndibitinn

Hvernig metum við listgildi verka?

,,Hvað er list? Hver fær vera kallaður listamaður og snillingur? Og hvernig metum við listgildi verka?'' eru meðal þeirra spurninga sem Orson Welles spyr í kvikmynd sinni F For Fake (1974). Þetta er framsækið og tilraunakennt heimildardrama þar sem fléttað er saman nokkrum ólíkum sögum um listfalsara, þ.á.m. Elmyr de Hory og Clifford Irving. Við rýnum í umrædda mynd í þætti dagsins með Birni Þór Vilhjálmssyni. ,,Mér sýnist myndin koma fram með tilgátu um það hvernig listaheimurinn virkar og á sama tíma gagnrýnir hún listaheiminn og menningarlega staðla“ sagði Björn Þór meðal annars um athyglisverða kvikmynd Welles.

F For Fake er síðasta mynd leikstjórans í fullri lengd og sker sig úr höfundarverki hans. Sjálfur vildi hann meina ekki væri hægt flokka hana þar sem hún tilheyrði ,,nýrri kvikmyndagrein''. Myndin er hluta sjálfsævisöguleg - Welles stillir sjálfum sér upp við hlið loddaranna de Hory og Irving og íhugar almennt fúskara eðli mannsins.

Viðmælandi er Björn Þór Vilhjálmsson, lektor í almennri bókmenntafræði og kvikmyndafræði við Háskóla Íslands.

Skyndibitinn er píta.

Frumflutt

13. sept. 2019

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Skyndibitinn

Skyndibitinn

Í þáttaröðinni er rætt við fræðafólk og unnendur um fróðlegar hugmyndir úr menningarsögu mannsins yfir skyndibita. Í hverjum þætti er tekið fyrir ákveðið listaverk, merk hugsmíð, skapandi einstaklingur, stefna, straumur. Eitthvað sem hefur hreyft við manninum í gegnum tíðina og sett mark sitt á listasöguna.

Umsjón: Anna Gyða Sigurgísladóttir.

Þættir

,