ok

Skyndibitinn

Hvernig metum við listgildi verka?

,,Hvað er list? Hver fær að vera kallaður listamaður og snillingur? Og hvernig metum við listgildi verka?'' eru meðal þeirra spurninga sem Orson Welles spyr í kvikmynd sinni F For Fake (1974). Þetta er framsækið og tilraunakennt heimildardrama þar sem fléttað er saman nokkrum ólíkum sögum um listfalsara, þ.á.m. Elmyr de Hory og Clifford Irving. Við rýnum í umrædda mynd í þætti dagsins með Birni Þór Vilhjálmssyni. ,,Mér sýnist myndin koma fram með tilgátu um það hvernig listaheimurinn virkar og á sama tíma gagnrýnir hún listaheiminn og menningarlega staðla“ sagði Björn Þór meðal annars um athyglisverða kvikmynd Welles.

F For Fake er síðasta mynd leikstjórans í fullri lengd og sker sig úr höfundarverki hans. Sjálfur vildi hann meina að ekki væri hægt að flokka hana þar sem hún tilheyrði ,,nýrri kvikmyndagrein''. Myndin er að hluta sjálfsævisöguleg - Welles stillir sjálfum sér upp við hlið loddaranna de Hory og Irving og íhugar almennt fúskara eðli mannsins.

Viðmælandi er Björn Þór Vilhjálmsson, lektor í almennri bókmenntafræði og kvikmyndafræði við Háskóla Íslands.

Skyndibitinn er píta.

Frumflutt

13. sept. 2019

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Skyndibitinn

Skyndibitinn

Í þáttaröðinni er rætt við fræðafólk og unnendur um fróðlegar hugmyndir úr menningarsögu mannsins yfir skyndibita. Í hverjum þætti er tekið fyrir ákveðið listaverk, merk hugsmíð, skapandi einstaklingur, stefna, straumur. Eitthvað sem hefur hreyft við manninum í gegnum tíðina og sett mark sitt á listasöguna.

Umsjón: Anna Gyða Sigurgísladóttir.

Þættir

,