Skyndibitinn

Harmsaga Abelards og Heloísu

Það er gjarnan talað um Abelard sem lykilmann í endurreisn heimspeki og mennta á miðöldum. En við þekkjum hann ekki fyrir það. Hann er nefnilega þekktastur fyrir bréfaskriftir sínar við Heloísu, ástkonu sína og heimspeking. Menn hafa fantaserað um örlagaþrungna ástarsögu þeirra öldum saman, hugleitt, sótt sér innblástur í, skrifað um.

Við skoðum sögu þeirra nánar í þætti dagsins.

Viðmælandi er Einar Már Jónsson, doktor í sagnfræði og sérfræðingur í miðöldum.

Skyndibitinn er andabringa og kótilettur.

Frumflutt

11. okt. 2019

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Skyndibitinn

Skyndibitinn

Í þáttaröðinni er rætt við fræðafólk og unnendur um fróðlegar hugmyndir úr menningarsögu mannsins yfir skyndibita. Í hverjum þætti er tekið fyrir ákveðið listaverk, merk hugsmíð, skapandi einstaklingur, stefna, straumur. Eitthvað sem hefur hreyft við manninum í gegnum tíðina og sett mark sitt á listasöguna.

Umsjón: Anna Gyða Sigurgísladóttir.

Þættir

,