Skyndibitinn

Óbyggðadulspekingur mínimalismanns

,,Það sem liggur alltaf til grundvallar er fegurðin er í huganum á okkur sjálfum. Fegurðin er í því hvernig við skynjum, í því hvernig við upplifum?? sagði Ingibjörg Sigurjónsdóttir um málaralist og hugsun kanadíska abstrakt expressionistans Agnesar Martin.

Listakonan og verk hennar Gabriel eru til umfjöllunar í þætti dagsins, en Gabriel er eina kvikmyndin sem hún gerði á ferlinum. Með árunum hefur Martin meðal annars hlotið viðurnefnið ,,Óbyggðadulspekingur mínimalismanns?? - viðurnefni sem á vel við ef rýnt er í óhefðbundið líf hennar, hugsjónir sem skera sig úr og óhlutbundna málaralist hennar.

Viðmælandi er Ingibjörg Sigurjónsdóttir, listakona

Skyndibitinn er hamborgari og franskar

Frumflutt

18. okt. 2019

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Skyndibitinn

Skyndibitinn

Í þáttaröðinni er rætt við fræðafólk og unnendur um fróðlegar hugmyndir úr menningarsögu mannsins yfir skyndibita. Í hverjum þætti er tekið fyrir ákveðið listaverk, merk hugsmíð, skapandi einstaklingur, stefna, straumur. Eitthvað sem hefur hreyft við manninum í gegnum tíðina og sett mark sitt á listasöguna.

Umsjón: Anna Gyða Sigurgísladóttir.

Þættir

,