Skyndibitinn

„Ormarnir hafa étið sig í gegnum kvæðið“

Lítið sem ekkert er vitað um raunverulegt líf grísku skáldkonunnar Saffó, auki er gjarnan sagt minna en 1% af kveðskap hennar hafi varðveist til dagsins í dag. Þrátt fyrir það hafa mýtur um leyndardómsfulla ljóðskáldið lifað góðu lífi frá dauða hennar. Goðsögurnar eru af margvíslegu tagi; Konan sem skaraði framúr bæði karl- og kvenkyns skáldum til forna, Saffó sem tíunda skáldagyðjan, Saffó gagnkynhneigð, Saffó hinsegin, Saffó sem hin fallíska tríbeða, sem skólastýran, sem hóran, svo fáein dæmi séu nefnd. Viðtökusaga Saffóar felur í sér skáldskap, falsvísindi, hlutgervingu, fordóma, hól og margt fleira. Það þannig segja Saffó hafi eignast nýtt líf í skáldskap síðustu 26 alda. Hún er orðin eins konar söguleg fígúra sem er í sífelldri mótun. Táknmynd sem breytist með samfélagi hvers tíma. En af hverju Saffó?

Við skoðum táknmyndir og viðtökusögu (e. Reception history) Saffóar í þætti dagsins.

Viðmælandi er Þorsteinn Vilhjálmsson, sjálfstætt starfandi fræðimaður hjá ReykjavíkurAkademíunni sem hefur rannsakað sögu kynferðisins og viðtökusögu. Þorsteinn þekkir vel til verka Saffóar en hann hefur m.a. skrifað um viðtökusögu hennar sem og þýtt hluta af kveðskap skáldkonunnar.

Skyndibitinn er hamborgari

Frumflutt

6. sept. 2019

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Skyndibitinn

Skyndibitinn

Í þáttaröðinni er rætt við fræðafólk og unnendur um fróðlegar hugmyndir úr menningarsögu mannsins yfir skyndibita. Í hverjum þætti er tekið fyrir ákveðið listaverk, merk hugsmíð, skapandi einstaklingur, stefna, straumur. Eitthvað sem hefur hreyft við manninum í gegnum tíðina og sett mark sitt á listasöguna.

Umsjón: Anna Gyða Sigurgísladóttir.

Þættir

,