Skyndibitinn

Ó bjarta stjarna, Keats

„Þetta er ekki róttækur skáldskapur. Það er hægt segja ýmislegt um hvað þetta er ekki, en þetta er allavega mjög tært ákall um gildi sem ég held við verðum bara betri á hafa í heiðri: náungakærleikur og trú á hið góða og fagra,“ segir Sölvi Björn Sigurðsson, rithöfundur, um kveðskap John Keats, eins höfuðskálda Englendinga á 19. öld. Hann var sjálfmenntaður í ritlist, hvorki af tignum ættum ríkur. Hörmungakennd ævi hans var stutt, snilligáfa Keats og skáldaþroski vekur furðu enda var skáldaferillinn ekki nema rúm þrjú ár áður en hann lést 25 ára gamall úr berklum. Hann naut ekki vinsælda á meðan hann lifði, þvert á móti, fékk almennt slæma útreið gagnrýnenda samtíma síns. Það var ekki fyrr en eftir dauða hans, á síðari hluta 19. aldar, fólk fór endurmeta, og kunna meta, kveðskap hans - og er hans getið meðal ekki ómerkari manna en Shelleys, Byrons og Shakespears undir lok aldarinnar. Við skoðum líf og list Keats í þætti dagsins.

Viðmælandi minn er Sölvi Björn Sigurðsson, rithöfundur

Skyndibitinn er ketó skál

Frumflutt

8. nóv. 2019

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Skyndibitinn

Skyndibitinn

Í þáttaröðinni er rætt við fræðafólk og unnendur um fróðlegar hugmyndir úr menningarsögu mannsins yfir skyndibita. Í hverjum þætti er tekið fyrir ákveðið listaverk, merk hugsmíð, skapandi einstaklingur, stefna, straumur. Eitthvað sem hefur hreyft við manninum í gegnum tíðina og sett mark sitt á listasöguna.

Umsjón: Anna Gyða Sigurgísladóttir.

Þættir

,