Skyndibitinn

Akira Kurosawa og samúræjar

,,Kjarni kvikmynda er sýna fólki það sem það vill sjá. sýna það! Og það er eitthvað sem fólk gleymir. Í leikhúsi falla tjöldin áður en náttúruhamfarirnar, stórslysið skellur á. Og á sviði er það skiljanlegt. En hér, með myndavélinni, getum við farið hvert sem er. Myndavélin hefur vald.“ Þetta segir japanski kvikmyndaleikstjórinn Akira Kurosawa í heimildarmynd Chris Markers um hann, en við skoðum athyglisverðan feril listamannsins nánar í þætti dagsins.

Það er stundum sagt Akira Kurosawa fyrsti japanski kvikmyndaleikstjórinn sem öðlast alþjóðlega viðurkenningu, hann hafi þannig opnað dyr til vesturs fyrir aðra japanska leikstjóra. Höfundarverk japanska kvikmyndagerðarmannsins Akira Kurosawa spannar 30 kvikmyndir á 57 ára ferli. Við tökum fyrir tvær mynda hans í þættinum, samúræja-myndirnar Yojimbo (1961) og Hidden Fortress (1958). Hann sótti sér innblástur vestur um haf, og sama skapi sóttu vestrænir leikstjórar sér andagift í myndir Akira Kurosawa. Í áðurnefndum myndum hans er til dæmis finna efnivið sem laumaði sér inn í Stjörnustríðsheim George Lucas, sem og spaghetti-vestra Sergio Leone, A Fistful of Dollars.

Viðmælandi er Gunnella Þorgeirsdóttir, doktir í Austur-Asíufræðum en hún kennir námskeið um japanskar kvikmyndir við Háskóla Íslands.

Skyndibitinn er ristuð samloka.

Frumflutt

4. okt. 2019

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Skyndibitinn

Skyndibitinn

Í þáttaröðinni er rætt við fræðafólk og unnendur um fróðlegar hugmyndir úr menningarsögu mannsins yfir skyndibita. Í hverjum þætti er tekið fyrir ákveðið listaverk, merk hugsmíð, skapandi einstaklingur, stefna, straumur. Eitthvað sem hefur hreyft við manninum í gegnum tíðina og sett mark sitt á listasöguna.

Umsjón: Anna Gyða Sigurgísladóttir.

Þættir

,