Skyndibitinn

Ógleðin leiðir í ljós tilgangsleysi verunnar

Í þætti dagsins er umræðuefnið fyrsta skáldsaga franska heimspekingsins Jean-Paul Sartre, La Nausée eða Ógleðin (1938). Sagan fjallar um ungan mann nafni Roquentin sem á ekki í samskiptum við marga. Hann er einmana og temur sér frekar fylgjast með athöfnum og hegðun annarra en eiga við þá samskipti. Allt í einu hellist yfir hann ógleði. Flökurleikinn virðist bæði gerjast innra með honum sjálfum en einnig umhverfis hann. Í anda Dalí málverka er eins og umhverfið ummyndist í kringum Roquentin. Hann hættir geta ákvarðað merkingu hluta og þá afhjúpast ógnvekjandi óútreiknanlegur veruleiki.

Rýnt er í þessa heimspekilegu skáldsögu Sartres í þætti dagsins.

Viðmælandi er Vilhjálmur Árnason, prófessor í heimspeki við Háskóla Íslands.

Skyndibitinn er pizza.

Frumflutt

6. des. 2019

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Skyndibitinn

Skyndibitinn

Í þáttaröðinni er rætt við fræðafólk og unnendur um fróðlegar hugmyndir úr menningarsögu mannsins yfir skyndibita. Í hverjum þætti er tekið fyrir ákveðið listaverk, merk hugsmíð, skapandi einstaklingur, stefna, straumur. Eitthvað sem hefur hreyft við manninum í gegnum tíðina og sett mark sitt á listasöguna.

Umsjón: Anna Gyða Sigurgísladóttir.

Þættir

,