Skyndibitinn

Henry Darger í ríki þess ímyndaða

,,Utangarðslistamenn eru gjarnan sjálflærðir, þeir tengjast í rauninni ekki listsamfélaginu eða listasögunni á neinn hátt, nema þá bara mjög lauslega'' sagði Jón Proppé, listheimpekingur, um einkenni utangarðslistamanna en umræðuefni þáttar er Henry Darger, einn rómaðasti listamaður stefnunnar. Eins og algengt er meðal naífista og utangarðslistamanna þá var list Dargers ekki uppgötvuð fyrr en skömmu áður en hann lést. Hann var fluttur á spítala, nokkrum mánuðum fyrir dauða, en á meðan hafði leigusali hans upp á margra áratuga, og óhemjustóru, höfundarverki Dargers. Þarna voru mörg hundruð teikningar, málverk og handrit. Verkið sem hefur þó vakið hvað mesta athygli er sagan af Vivien-stúlkunum. Þetta er myndskreytt skáldsaga í fimmtán bindum - samanlagt 15,145 blaðsíður. Titill bókar er ekki síður langur, The Story of the Vivian Girls, in What is Known as the Realms of the Unreal, of the Glandeco-Angelinian War Storm, Caused by the Child Slave Rebellion. Við skoðum líf og list Henry Dargers í þætti dagsins.

Viðmælandi er Jón Proppé, listheimspekingur.

Skyndibitinn er hamborgari.

Frumflutt

27. sept. 2019

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Skyndibitinn

Skyndibitinn

Í þáttaröðinni er rætt við fræðafólk og unnendur um fróðlegar hugmyndir úr menningarsögu mannsins yfir skyndibita. Í hverjum þætti er tekið fyrir ákveðið listaverk, merk hugsmíð, skapandi einstaklingur, stefna, straumur. Eitthvað sem hefur hreyft við manninum í gegnum tíðina og sett mark sitt á listasöguna.

Umsjón: Anna Gyða Sigurgísladóttir.

Þættir

,