Skyndibitinn

Harmræn heimssýn Nietzsches

„Hverfum aftur til þessa heims sem er harmrænn, þessarar harmrænu heimssýnar sem við finnum í grískum harmleikjum. Þar fáum við dýpri sýn á veruleikann og hún er listræn,“ sagði Sigríður Þorgeirsdóttir um efni fyrstu bókar þýska heimspekingsins Friedrichs Nietzsches, Fæðingu harmleiksins, sem er til umfjöllunar í þætti dagsins.

Nietzsche deildi á þessum tíma draumum með Richard Wagner um listin gæti endurnýjað menninguna. Þar sem hann var sérfræðingur í hinum forngríska heimi við hann samræmdi sína sýn á fornöldina við nútímann í þessu fyrsta verki sínu. Og það gerir hann með hliðsjón af grískum harmleikjum. Í Fæðingu harmleiksins rekur Nietzsche tildrög og endalok tragedíunnar og veltir því upp hvert erindi hennar í sínum samtíma.

Fæðing harmleiksins kom út 1872 þegar fræðimaðurinn var 28 ára gamall. Bókin fékk dræmar undirtektir á þeim tíma en vinsældir hennar jukust með tíð og tíma. Í Fæðingu harmleiksins er finna ákveðið heimspekilegt stef sem fékk óma áfram í komandi verkum hans, til mynda hugmyndir um hið díónýsíska og hið apóllóníska, hugmyndir sem höfðu mikil áhrif á seinni tíma umræðu um fagurfræði og listir.

Við rýnum nánar í verkið í þætti dagsins. Viðmælandi er Sigríður Þorgeirsdóttir, prófessor í heimspeki við Háskóla Íslands.

Skyndibitinn er ketópizza.

Frumflutt

1. nóv. 2019

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Skyndibitinn

Skyndibitinn

Í þáttaröðinni er rætt við fræðafólk og unnendur um fróðlegar hugmyndir úr menningarsögu mannsins yfir skyndibita. Í hverjum þætti er tekið fyrir ákveðið listaverk, merk hugsmíð, skapandi einstaklingur, stefna, straumur. Eitthvað sem hefur hreyft við manninum í gegnum tíðina og sett mark sitt á listasöguna.

Umsjón: Anna Gyða Sigurgísladóttir.

Þættir

,