Skyndibitinn

Hugleiðing um mannlegt hlutskipti og dauðleika

Gilgameskviða frá Mesópótamíu er meðal elstu varðveittu rituðu bókmenntaverkum sögunnar, enda talið uppruna kviðunnar megi rekja til súmerskra þjóðsagna þ.e.a.s. frá því um 2000 f.Kr. Í grófum dráttum segja söguljóðið fjalli um afrek konungs nafni Gilgames, og samband hans við þegna sína sem og vin nafni Enkídú. Í Gilgameskviðu er töluvert af ævintýrum og fundum með sérkennilegum verum og guðum. Kviðan er eins konar stúdía um vald, hugleiðing um mannlegt hlutskipti, um dauðann, vináttu, ást, hefnd, missi, eftirsjá, einmanaleika, og ýmislegt annað sem á erindi við samtímann.

Við skoðum Gilgameskviðu nánar í þætti dagsins.

Viðmælandi er Hjalti Snær Ægisson, bókmenntafræðingur

Skyndibitinn er sýrlenskt kebab

Frumflutt

13. des. 2019

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Skyndibitinn

Skyndibitinn

Í þáttaröðinni er rætt við fræðafólk og unnendur um fróðlegar hugmyndir úr menningarsögu mannsins yfir skyndibita. Í hverjum þætti er tekið fyrir ákveðið listaverk, merk hugsmíð, skapandi einstaklingur, stefna, straumur. Eitthvað sem hefur hreyft við manninum í gegnum tíðina og sett mark sitt á listasöguna.

Umsjón: Anna Gyða Sigurgísladóttir.

Þættir

,