Skyndibitinn

Mannspeki Steiners

Waldorf skólakerfið, Camp hill samfélög, vistvænn landbúnaður, anþrópósófía eru meðal hugverka austurríska fjölfræðingsins Rudolphs Steiner, en eftir hann liggja meira en 6000 fyrirlestrar og um 30 bækur. Steiner virðist eiga jafnmarga fylgjendur og andstæðinga, en aðferðir hans, og þá einkum dulspekileg mannspeki hans, hafa sætt harðri gagnrýni í gegnum tíðina. Við kynnum okkur hugsuðinn nánar í þætti dagsins.

Viðmælandi er Lárus Sigurðsson, tónlistarmaður og jarðhörpusmiður.

Skyndibitinn er grænmetisborgari

Frumflutt

25. okt. 2019

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Skyndibitinn

Skyndibitinn

Í þáttaröðinni er rætt við fræðafólk og unnendur um fróðlegar hugmyndir úr menningarsögu mannsins yfir skyndibita. Í hverjum þætti er tekið fyrir ákveðið listaverk, merk hugsmíð, skapandi einstaklingur, stefna, straumur. Eitthvað sem hefur hreyft við manninum í gegnum tíðina og sett mark sitt á listasöguna.

Umsjón: Anna Gyða Sigurgísladóttir.

Þættir

,