27. okt. -Veturinn mættur, Sora og djúpfölsun og lánamál.
Sigurður Þ. Ragnarsson, veðurfræðingur, ræðir veturinn og veðrið.
Við þurfum að tala um Sora. Sora AI -gervigreindarsamfélagsmiðil sem gerir hverjum sem er kleift að gera einstaklega raunveruleg djúpfölsuð myndbönd sem geta farið hratt í dreifingu. Tryggvi Freyr Elínarson hjá Datera segir okkur frá.
Við höldum áfram að ræða fordæmalausa stöðu á húsnæðismarkaði í kjölfar breytinga á lánskjörum. Ragnar Þór Ingólfsson, þingflokksformaður Flokks fólksins sem leiðir hóp stjórnvalda um bráðaaðgerðir í húsnæðismálum, og Sigurður Örn Hilmarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, ræða stöðuna.
Tíðindamikil helgi er að baki í íþróttunum. Gunnar Birgisson, íþróttafréttamaður og sparkspekingur, gerir hana upp og lítur á vikuna framundan.
Frumflutt
27. okt. 2025
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Morgunútvarpið
Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál.