Morgunútvarpið

23. apríl -Skíði, hjólreiðar, skólamáltíðir, Eurovision o.fl..

930 börn eru skráð til leiks á Andrésar Andar leikunum sem hefjast í kvöld fyrir norðan. Gísli Einar Árnason segir okkur betur frá því hvað er framundan.

Búi Bjarmar Aðalsteinsson stjórnandi Hjólavarpsins vakti athygli á því í janúar verð á reiðhjólum hækkaði um nærri fjórðung um áramót þegar virðisaukaskattsívilnun vegna kaupa á hjólum féll niður. hafa lögin verið uppfærð og við fáum hann til okkar í spjall.

Persónuvernd varar fólk við því í lok maí 2025 muni Meta hefja þjálfun gervigreindar með því nýta færslur, myndir og athugasemdir frá notendum Facebook og Instagram í Evrópu. Þetta nær til alls efnis sem hefur verið gert opinbert á þessum miðlum bæði nýs efnis og þess sem þegar hefur verið birt. Tryggvi Freyr Elínarson hjá Datera ræðir málið við okkur.

Umræðan um gjaldfrjálsar skólamáltíðir heldur áfram en í Morgunblaðinu í gær sagði Jakob Frímann Magnússon, varaþingmaður Miðflokksins, hin ágæta hugmynd um gjaldfrjálsar skólamáltíðir hefði bitnað verulega á gæðum og sagði af því sögur úr skóla dóttur sinnar. Við ræðum þessi mál við Jakob og Guðmund Ara Sigurjónsson, þingflokksformann Samfylkingarinnar.

Stefán Eiríksson, útvarpsstjóri, sagði í Kastljósi í gær það stjórnvalda ákveða hvort Ísland sniðgangi Eurovision eða krefjist þess Ísrael verði meinuð þátttaka. Halla Ingvarsdóttir, gjaldkeri Fáses, verður á línunni.

Kristín Sigurðardóttir, fréttamaður, verður gestur okkar í lok þáttar en hún kannaði aðstæður og stemningu á leigubílamarkaði í innslagi í Speglinum í gær.

Frumflutt

23. apríl 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjónarmenn eru Hafdís Helga Helgadóttir og Atli Fannar Bjarkason.

Þættir

,