ok

Morgunútvarpið

10. mars - Grænland, VR og launajöfnuður

Við byrjum á heilanum - Kamilla Rún Jóhannsdóttir, deildarforseti sálfræðideildar HR kemur til okkar í fyrsta bolla. Alþjóðleg heilavika er hafin og HR tekur þátt í henni. Við fáum að heyra af því hvað er áhugaverðast í heilarannsóknum þessa stundina.

Kjartan Orri Þórsson, sérfræðingur í málefnum Írans, verður gestur okkar eftir fréttayfirlitið hálf átta þegar við ræðum þau tíðindi helgarinnar að klerkastjórnin í Íran hafi ekki áhuga á að semja við Bandaríkin um kjarnorkuáætlanir, en Trump sagði frá því í viðtali á föstudag að hann hefði sent írönskum stjórnvöldum bréf þar sem hann bauð upp á samningaviðræður.

Sanna Magdalena Mörtudóttir, forseti borgarstjórnar, sagði í gær eðlilegt að setja viðmið milli hæstu og lægstu launa borgarinnar þegar rædd voru há laun borgarstjóra. Hver myndu áhrif slíkrar nálgunar vera? Við ræðum það við Arnald Sölva Kristjánsson, lektor í hagfræði og sérfræðing í fjármálum hins opinbera.

Kosn­ing­ar fara fram í Græn­landi á þriðju­dag­inn, helsta umræðuefnið í aðdrag­anda þeirra hef­ur verið mögu­legt sjálf­stæði Grænlendinga. Þingmennirnir Bryndís Haraldsdóttir og Halla Hrund Logadóttir eru í Norðurlandaráði og koma til okkar að ræða kosningarnar og stöðu Grænlands í alþjóðamálum.

Við förum yfir íþróttir helgarinnar, eins og alltaf á mánudögum.

Kosningu til formanns VR, stærsta stéttarfélags landsins, lýkur í vikunni og við ætlum að ræða við þau sem bjóða sig fram til formanns, í dag Flosa Eiríksson og Höllu Gunnarsdóttur.

Frumflutt

10. mars 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.

Þættir

,