Morgunútvarpið

22. jan. - Landsfundur Sjálfstæðisflokksins, réttindi transfólks og skynsemin

Við ræðum við Uglu Stefaníu Kristjönudóttur Jónsdóttur um fyrstu skref Trump til afneita tilvist trans fólks.

Ingi Freyr Vilhjálmsson, stjórnandi þáttarins Þetta helst, segir okkur frá samantekt sinni um samþjöppun kvóta hjá útgerðunum og hvernig uppáhaldssósa íslendinga, majónes, tengir þetta allt saman.

Björn Berg Gunnarsson, fjármálaráðgjafi, mætir í sitt hálfsmánaðarlega spjall um fjármál heimilisins.

Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni, verður gestur okkar eftir átta fréttir þegar við ræðum stöðu flokksins og landsfundinn framundan.

Páll Rafnar Þorsteinsson, stjórnmálaheimspekingur, ræðir við okkur um skynsemina og skynsemishyggju sem er orðin fyrirferðameiri í orðræðu áberandi stjórnmálamanna. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, sagði í ár flokkinn sækja í sig veðrið vegna þess hann talaði fyrir skynsemishyggju og þá lagði Donald Trump, Bandaríkjaforseti, áherslu á mikilvægi byltingar hinnar almennu skynsemi í ávarpi sínu eftir hann sór embættiseið í upphafi vikunnar.

Einar Örn Jónsson, íþróttafréttamaður, verður á línunni frá Króatíu en Ísland mætir sterku liði Egypta á HM í handbolta í kvöld.

Frumflutt

22. jan. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.

Þættir

,