Tryggvi Freyr Elínarson, samfélagsmiðlasérfræðingur og stjórnandi hjá Datera, verður gestur okkar í upphafi þáttar þegar við ræðum skammlíft Tik tok bann í Bandaríkjunum sem tók gildi um helgina.
Í dag fer fram innsetningarathöfn Donalds Trump. Magnús Sveinn Helgason, sagnfræðingur, ræðir við okkur um stöðuna í bandarískum stjórnmálum.
Rýmingar í Neskaupstað og Seyðisfirði tóku formlega gildi klukkan 18 í gærkvöld. Katla Rut Pétursdóttir íbúi á Seyðisfirði ræðir við okkur um stöðuna.
Samninganefndir Kennarasambands Íslands og Sambands íslenskra sveitarfélaga hafa fundað um helgina. Náist samningar ekki fyrir mánaðamót hefst verkfall í 21 skóla; 14 leikskólum og 7 grunnskólum, þann 1. febrúar. Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands kemur til okkar.
Við ræðum við Helgu Jóhannsdóttur, framkvæmdastjóra veitukerfa hjá Rarik um rafmagnstruflanir og viðgerðir.
Við heyrum í Gunnari Birgissyni, íþróttafréttamanni, sem er í Króatíu á HM karla í handbolta.
Ólafur Stefánsson, fyrrverandi landsliðmaður í handbolta og sérfræðingur í Stofunni, ræðir við okkur um leikinn í kvöld gegn sterku liði Slóveníu.