Morgunútvarpið

16. jan. -Suður-Kórea, ESB, handbolti o.fl.

Geir Sigurðsson, prófessor í kínverskum fræðum við Háskóla Íslands, verður gestur okkar eftir fréttayfirlitið hálf átta þegar við ræðum samskipti Kína og Bandaríkjanna undir stjórn Donalds Trump sem hefur boðið Xi Jinping, forseta Kína, í innsetningarathöfnina á mánudaginn.

Héraðsdómur Reykjavíkur felldi í gær úr gildi virkjanaleyfi Hvammsvirkjunar. Við ræðum við Þorgerði Maríu Þorbjarnardóttur, formann Landverndar, um þessa niðurstöðu og áhrif hennar.

Við ræðum við Lilju Alfreðsdóttur um Suður-Kóreska pólitík.

Í kvöldfréttum sjónvarps í gær var rætt við talsmann stækkunarstjóra Evrópusambandsins sem sagði umsókn Íslands um aðild Evrópusambandinu væri enn virk og hún hafi aldrei verið dregin formlega til baka. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, bregst við þessu.

Fyrsti leikur Íslands á HM í handbolta er í kvöld gegn Grænhöfðaeyjum. Kári Kristján Kristjánsson, fyrrum landsliðsmaður og sérfræðingur í Stofunni, verður gestur okkar í lok þáttar.

Frumflutt

16. jan. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.

Þættir

,