ok

Morgunútvarpið

13. jan - Gróðureldar, Grænland og happdrætti

24 hafa látist í það minnsta í eldunum miklu sem geysa í Kaliforníuríki. Við heyrum í Dröfn Ösp Snorradóttur sem er búsett þar og tökum stöðuna.

Í gær var greint frá því að upplýsingar hefðu lekið um milljónir notenda ólíkra smáforrita á borð við Tinder og Spotify. Við ræðum þessi tíðindi við Guðmund Arnar Sigmundsson, sviðsstjóra netöryggissveitarinnar CERT-IS, og einnig Tik tok bannið í Bandaríkjunum sem á að taka gildi næstu helgi.

Við höldum áfram að ræða stöðuna á Grænlandi í ljósi ummæla Donalds Trump en Financial Times birti í gær úttekt á efnahag landsins, stuðningi Dana og hækkanir á grænlenskum hlutabréfamarkaði undanfarna sólarhringa. Við ræðum þessi mál við Ásgeir Brynjar Torfason, doktor í fjármálum og ritstjóra Vísbendingar.

Stefán Pálsson, sagnfræðingur, verður gestur okkar eftir átta fréttir en hann heldur erindi á morgun í málstofu í félags- og hagsögu sem nefnist: Happdrætti: Hinn fullkomni skattur eða tól siðspillingar?

Íþróttir helgarinnar.

Við ræðum pólitísku hliðar eldanna í LA við Silju Báru Ómarsdóttur, prófessor og sérfræðing í málefnum Bandaríkjanna.

Frumflutt

13. jan. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.

Þættir

,