Morgunútvarpið

28. ágúst - Stjórnmál, BRICS og bókabrennur

Sunnlenska nýsköpunarfyrirtækið Orkídea er þátttakandi í Evrópuverkefni sem var tilkynnt um á dögunum. Verkefnið styður þróun á sjálfbærum virðiskeðjum með endurnýjanlegri orku til svara þörfum bænda. Orkídea hlýtur um 44 milljónir króna og er það í annað sinn sem verkefnið er styrkt af ESB. Sveinn Aðalsteinsson framkvæmdastjóri Orkideu kom til okkar til segja okkur betur út á hvað þetta allt saman gengur.

Sex nýjum löndum var boðið ganga inn í hið svokallaða BRICS-bandalag loknum leiðtogafundi BRICS-ríkjanna á dögunum. Við ræddum BRICS-ríkin og efnahagslega getu þeirra við Ásgeir Brynjar Torfason, doktor í fjármálum, og spurðum hvort BRICS ríkin komi til með veita Evrópusambandinu, Bandaríkjunum og dollaranum samkeppni á næstu árum.

Líf hefur kviknað í áratugadeilu sem hafði legið í dvala í örstund: flugvallardeiluna. Við fengum til okkar Eirik Bergman prófessor í stjórnmálafræði jafnt til rifja upp sögu deilunnar og hvar hagsmunir og pólitík liggur í þeim. Svo fórum við yfir flokksráðsfundi VG og Sjálfstæðisflokks frá liðinni helgi með honum.

Dönsk stjórnvöld ætla leggja fram frumvarp sem ætlað er koma í veg fyrir ósæmilega meðferð á hlutum sem eru trúarlegs eðlis, en það er gert í kjölfar þess nokkuð hefur borið á kóranbrennum í Danmörku og Svíþjóð. Þannig verður til mynda bannað brenna trúarrit á almannafæri. En hvernig er þessum málum háttað hér á landi? brenna trúarrit á Austurvelli án afleiðinga? og hvar liggja mörk tjáningarfrelsis og hatursorðræðu? Við ræðum þessi mál við Sigurð Örn Hilmarsson, lögmann, sem einnig er formaður Lögmannafélags Íslands.

Á mánudögum förum við yfir tíðindi úr heimi íþróttanna í lok þáttar, og á því var engin undantekning í dag þegar Kristjana Arnardóttir, íþróttafréttakona, kom til okkar.

Frumflutt

28. ágúst 2023

Aðgengilegt til

27. ágúst 2024
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Þættir

,