Bæn og hugleiðing að morgni dags.
Séra Guðrún Eggerts Þórudóttir flytur.
Rætt er við Þorstein Einarsson, fyrrverandi íþróttafulltrúa ríkisins, sem rifjar upp minningar frá lýðveldishátíðinni á Þingvöllum 1944. Þorsteinn fékk það hlutverk að draga lýðveldisfánann að hún og þjóðfána þeirra erlendu sendifulltrúa sem ávörpuðu hátíðargesti.
Umsjón: Þórarinn Björnsson.
Guðjón Friðriksson ræðir við Sigurð Thoroddsen verkfræðing sem fæddist á Bessastöðum 1902. Foreldrar hans voru Skúli Thoroddsen alþingismaður og Theódóra Thoroddsen skáld. Sigurður rifjar upp tímann þegar hann bjó þar ásamt foreldrum sínum og systkinum.
Löngu áður en 17. júní var gerður að þjóðhátíðardegi og áður en íslenska lýðveldið var stofnað hafði íþróttahreyfingin á Íslandi gert daginn að sínum. Í rúmlega 70 ár var ein stærsta íþróttahátíð landsins haldin 17. júní. Í þessum þætti er saga 17. júní íþróttamótanna rakin, hvernig þau hófu göngu sína, hvers vegna þau liðu undir lok og rökstutt hvers vegna íþróttahreyfingin á stóran þátt í því að afmælisdagur Jóns Sigurðssonar skuli vera þjóðhátíðardagur Íslendinga.
Dagskrárgerð: Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson.
Veðurstofa Íslands.
Bein útsending frá hátíðarguðsþjónustu í Dómkirkjunni og hátíðarhöldum á Austurvelli.
Forseti Íslands leggur blómsveig frá íslensku þjóðinni að minnisvarða Jóns Sigurðssonar.
Forsætisráðherra ávarpar þjóðina.
Bein útsending frá hátíðarguðsþjónustu í Dómkirkjunni og hátíðarhöldum á Austurvelli.
Séra Agnes M. Sigurðardóttir, séra Sveinn Valgeirsson og séra Elínborg Sturludóttir.
Organisti og kórstjóri: Guðmundur Sigurðsson.
Dómkórinn syngur.
Útvarpsfréttir.
Forsætisráðherra varð tíðrætt um þær ógnir sem steðja að lýðræðinu og skautun í íslensku samfélagi í hátíðarræðu á Austurvelli í morgun. Aukin öryggisgæsla var í miðborginni á meðan hátíðarhöldin fóru fram.
Um tíu verslanir urðu fyrir altjóni í eldsvoðanum í Kringlunni. Unnið er að því að hægt verði að opna flestar búðir þar á morgun.
Forsætisráðherra Ísraels leysti í morgun upp stríðsráðuneyti landsins. Leiðtogi stjórnarandstöðunnar sagði sig úr ráðuneytinu á dögunum.
Allt bendir til þess að Ursula von der Leyen haldi áfram sem forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Tilnefning hennar verður rædd á óformlegum fundi leiðtoga ESB í Brussel í dag og að líkindum formlega afgreidd í lok mánaðarins.
Erasmus skiptinemar frá háskólum víðsvegar um Evrópu stunda nám við Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri í haust. Alþjóðafulltrúi skólans segir votlendið í kring veita spennandi tækifæri til rannsókna fyrir erlenda nemendur.
Þjóðhátíðardeginum er fagnað um allt land í dag. Gert er ráð fyrir frekar þungbúnu veðri með vætu sunnanlands og vestan en mildara á Norður- og Austurlandi.
Umsjónarfólk segir frá tímabili í ævi sinni og leikur tónlist sem endurspeglar tímann eða atburði sem sagt er frá.
Tónlist í þættinum:
Hver á sér fegra föðurland - Kór Langholtskirkju
Botnía - Ómar Ragnarsson
Smaladrengurinn/Út um græna grundu - Guðmundur Jónsson
Twist and shout - The Beatles
Eight days a week - The Beatles
Abide with me - The King's Singers
Ver hjá mér Herra - Anna Pálína Árnadóttir
Sem kóngur ríkti hann - Þrjú á palli
Whole Lotta Love - Led Zeppelin
Immigrant song - Led Zeppelin
Black Night - Deep Purple
Paranoid - Black Sabbath
Imagine - John Lennon
Hvalir, þessar dularfullu skepnur sem búa allt í kringum landið - í hyldýpinu sem er okkur mannfólkinu utan seilingar. Við skoðum hvali, fræðumst um þá, leyfum okkur að undrast og verða fyrir hughrifum.
Umsjón: Halla Ólafsdóttir.
Viðmælendur í þættinum eru: Edda Elísabet Magnúsdóttir, Einar Pétur Jónsson,Erla Sverrisdóttir, Hermann Þór Ólafsson, Jonathan Rempel, Marie-Thérèse Mrusczok, Megan Whittaker, Ragna Brekkan, Ríkey Magnúsdóttir Ringsted, Sigurður Einarsson Mäntylä, Svava Þorsteinsdóttir, Vilhjálmur G. Petersen.
Tónlistin er eftir Berg Þórisson og Pétur Jónsson sem skipa dúettinn Huga.
Á þessu ári eru liðin 150 ár frá þjóðhátíðinni sem haldin var á Íslandi árið 1874 í tilefni af 1000 ára afmæli Íslands byggðar. Þetta var fyrsta þjóðhátíð Íslendinga, haldin 2. ágúst. Kristján IX. konungur heimsótti þá landið og færði Íslendingum stjórnarskrá og fyrir þessa þjóðhátíð var saminn þjóðsöngurinn „Ó, Guð vors lands“. Hátíðin átti mikinn þátt í því að efla sjálfstraust og bjartsýni Íslendinga. Sagt er frá hátíðinni, lesið úr endurminningum þeirra sem voru viðstaddir og fluttir nokkrir af þeim söngvum sem samdir voru fyrir hana. Lesarar eru Kristján Franklín Magnús og Halla Harðardóttir. Umsjón með þættinum hefur Una Margrét Jónsdóttir.
Hljóðritun frá tónleikum Unu Torfadóttur og Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Eldborg í Hörpu 16. maí 2024.
Hljómsveitarstjóri: Ross Jamie Collins.
Kvöldfréttir útvarps
Kvöldfréttir útvarps
Forseti Ísland segir það varpa skugga á störf Alþingis að ekki sé búið að taka stjórnarskrána til gagngerrar endurskoðunar.
Bæjarstjórinn á Akranesi segir fyrirtæki og þjónusta kunni að sjá á bak töluverðum tekjum með brotthvarfi nýsköpunarfyrirtækisins Running tide. Á fyrstu starfsmánuðum varði fyrirtækið um 450 milljónum króna á Skaganum.
Kona sem var viðstödd lýðveldisstofnunina á Þingvöllum fyrir áttatíu árum minnist þess helst að hafa brennt sig þegar fólk reyndi að orna sér með kaffisopa í rigningu og kulda.
Yfirvöld í Danmörku mælast til þess að borgarar búi sig undir erfiðleika af völdum veðurs og ytri ógna með því að koma sér upp vistum til þriggja sólarhringa.
Lúðrasveitatónlist í tilefni dagsins.
Þættir um barnabækur úr öllum áttum, gamlar og nýjar. Embla ræðir við höfunda, þýðendur, myndhöfunda, leikara og alls konar fólk sem kemur að barnabókum á einn eða annan hátt, að ógleymdum lesendunum sjálfum.
Umsjón: Embla Bachmann
Í þessum þætti halda Embla og Karitas upp á 20. þáttinn af Hvað ertu að lesa og afmælið hennar Karitasar, sem fékk að velja sér bók í tilefni dagsins. Fyrir valinu varð bókin Strandanornir eftir Kristínu Helgu Gunnarsdóttur, sem kíkti til þeirra í spjall. Bókaormurinn Úa lét sig heldur ekki vanta í umræðuna um þessa skemmtilegu sumarbók.
Veðurstofa Íslands.
Dagskrá um Skúla fógeta, Innréttingarnar og Reykjavík, sem gerð var í tilefni af 200 ára ártíð hans árið 1994. Endurflutt í tilefni af því að 9. nóvember næstkomandi er 230. ártíð hans, en Skúli lést árið 1794.
Umsjón: Þorleifur Óskarsson og Hrefna Róbertsdóttir.
Lesari: Halldór Björnsson.
Um viðleitni Íslendinga til að halda upp á afmæli þjóðhetjunnar Jón Sigurðssonar allt frá árinu 1911. Í þættinum er meðal annars flutt minningarljóð Hannesar Hafstein um Jón Sigurðsson Þagnið dægurþras og rígur við lag Sigfúsar Einarssonar. Það var hljóðritað árið 1961 í Dómkirkjunni í tilefni af 150 ára afmæli þjóðhetjunnar. Flytjendur eru Guðmundur Jónsson óperusöngvari og Páll Ísólfsson á dómkirkjuorgelinu. Upptakan fannst í iðrum Efstaleitis bæði á lakkplötu og hnökrandi segulbandi. Steindór Steindórsson frá Hlöðum, skólameistari á Akureyri, mundi á tíræðisaldri Oddeyrarhátíðina árið 1911 í smáatriðum. Þar sungu Norðlendingar Þagnið dægurþras og rígur og einnig Vestfirðingar á Hrafnseyri á þeim sama degi. Umsjón: Finnbogi Hermannsson.
Þátturinn er helgaður Davíð Stefánssyni frá Fagraskógi. Einkum er reynt að bregða upp mynd af því hvaða mann skáldið hafði að geyma. Sjónarhornið er hús skáldsins við Bjarkarstíg 6 á Akureyri, hús sem Davíð lét reisa og hann flutti í árið 1944. Flutt eru brot úr ávarpi sem Davíð flutti í Ríkisútvarpið 17. júní 1942, eins konar herhvöt til þjóðarinnar að líta hátt og fram á veginn, ekki leggjast undir erlent vald eða áhrif heldur klífa tindinn í hverju því sem fyrir höndum bæri. Rætt er við fólk sem man eftir Davíð og kom í Davíðshús meðan skáldið lifði, bróðurbörn hans tvö, Ragnheiði og Magnús Stefánsbörn úr Fagraskógi, en einnig Þorbjörgu Guðmundsdóttur sem ólst að hluta upp í kjallaraíbúð Davíðshúss og Jódísi Jósefsdóttur sem starfaði á Amtsbókasafninu á Akureyri og sentist stundum til Davíðs með bækur. Tónlistin í þættinum er öll við ljóð eftir Davíð Stefánsson frá Fagraskógi.
Reynt er að bregða upp mynd af því hvaða mann skáldið Davíð Stefánsson hafði að geyma. Sjónarhornið er hús skáldsins við Bjarkarstíg 6 á Akureyri, hús sem Davíð lét reisa og hann flutti í árið 1944. Flutt eru brot úr ávarpi sem Davíð flutti í Ríkisútvarpið 17. júní 1942, eins konar herhvöt til þjóðarinnar að líta hátt og fram á veginn, ekki leggjast undir erlent vald eða áhrif heldur klífa tindinn í hverju því sem fyrir höndum bæri. Rætt er við fólk sem man eftir Davíð og kom í Davíðshús meðan skáldið lifði, bróðurbörn hans tvö, Ragnheiði [1936-] og Magnús Stefánsbörn úr Fagraskógi, en einnig Þorbjörgu Guðmundsdóttur sem ólst að hluta upp í kjallaraíbúð Davíðshúss og Jódísi Jósefsdóttur sem starfaði á Amtsbókasafninu á Akureyri og sentist stundum til Davíðs með bækur. Tónlistin í þættinum er öll flutt við ljóð eftir Davíð Stefánsson frá Fagraskógi.
Umsjón: Pétur Halldórsson.
(Áður á dagskrá 2011)
eftir Rögnu Sigurðardóttur. Höfundur les.
Skáldsaga sem gefin var út 2009 og vakti þá verulega athygli. Efni hennar er í stuttu máli á þessa leið: Hanna snýr heim frá Amsterdam til að taka við starfi hjá listasafni borgarinnar. Það er góðæri á Íslandi og auðmenn njóta þess að gefa safninu dýrar gjafir. Ein slík er landslagsmálverk með birkitrjám eftir þekkta listakonu frá öldinni sem leið. Gallinn er sá að forvörður á safninu, hinn dularfulli Steinn, telur að myndin sé fölsuð. Þegar slíku er haldið fram vekur það auðvitað mikil viðbrögð meðal yfirstjórmar listasafnsins.
Ragna Sigurðardóttir er menntuð í myndlist og starfaði sem myndlistarmaður og gagnrýnandi um skeið, en hefur síðan snúið sér að sagnagerð. Efnivið í ritverk sín sækir hún tíðum í myndlistarheiminn.
(Áður á dagksrá 2013)
Veðurstofa Íslands.
Umsjónarfólk segir frá tímabili í ævi sinni og leikur tónlist sem endurspeglar tímann eða atburði sem sagt er frá.
Tónlist í þættinum:
Hver á sér fegra föðurland - Kór Langholtskirkju
Botnía - Ómar Ragnarsson
Smaladrengurinn/Út um græna grundu - Guðmundur Jónsson
Twist and shout - The Beatles
Eight days a week - The Beatles
Abide with me - The King's Singers
Ver hjá mér Herra - Anna Pálína Árnadóttir
Sem kóngur ríkti hann - Þrjú á palli
Whole Lotta Love - Led Zeppelin
Immigrant song - Led Zeppelin
Black Night - Deep Purple
Paranoid - Black Sabbath
Imagine - John Lennon
Útvarpsfréttir.
Förum á fætur með Steineyju þó þið gætuð kannski sofið lengur því það er frídagur. Hlustum á skemmtilega tónlist og heyrum í öðru fólki sem er vaknað.
Umsjón: Steiney Skúladóttir.
Gleðilega þjóðhátíð. Það var einungis íslensk tónlist í tilefni af 17.júní. Við heyrðum í Arnari Guðmundssyni á Suðureyri en þar er fjölskylduhlaup. Götuleikhúsið Hins hússins kíkti í heimsókn og sagði frá þeirra aðkomu að skrúðgöngunni í Reykjavík sem er seinna í dag. Kristín R Vilhjálmsdóttir var á línunni og sagði okkur frá verkefninu Heill heimur af börnum og tengslum þess við Lýðveldishátíðina á Þingvöllum.
Útvarpsfréttir.
Forsætisráðherra varð tíðrætt um þær ógnir sem steðja að lýðræðinu og skautun í íslensku samfélagi í hátíðarræðu á Austurvelli í morgun. Aukin öryggisgæsla var í miðborginni á meðan hátíðarhöldin fóru fram.
Um tíu verslanir urðu fyrir altjóni í eldsvoðanum í Kringlunni. Unnið er að því að hægt verði að opna flestar búðir þar á morgun.
Forsætisráðherra Ísraels leysti í morgun upp stríðsráðuneyti landsins. Leiðtogi stjórnarandstöðunnar sagði sig úr ráðuneytinu á dögunum.
Allt bendir til þess að Ursula von der Leyen haldi áfram sem forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Tilnefning hennar verður rædd á óformlegum fundi leiðtoga ESB í Brussel í dag og að líkindum formlega afgreidd í lok mánaðarins.
Erasmus skiptinemar frá háskólum víðsvegar um Evrópu stunda nám við Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri í haust. Alþjóðafulltrúi skólans segir votlendið í kring veita spennandi tækifæri til rannsókna fyrir erlenda nemendur.
Þjóðhátíðardeginum er fagnað um allt land í dag. Gert er ráð fyrir frekar þungbúnu veðri með vætu sunnanlands og vestan en mildara á Norður- og Austurlandi.
Andrea Jónsdóttir heldur upp á þjóðhátíðardaginn með því að leika tónlist að sínum hætti fyrir hlustendur.
Andrea Jónsdóttir heldur upp á þjóðhátíðardaginn með því að leika tónlist að sínum hætti fyrir hlustendur.
Siggi og Lovísa fagna 80 ára afmæli lýðveldisins og fara hringinn í kringum landið með tónlistina að leiðarljósi. Í þættinum rifja þau upp lög og tónlistarmenn sem tengjast ákveðnum stöðum víðsvegar um landið.
Umsjón: Sigurður Þorri Gunnarsson og Lovísa Rut Kristjánsdóttir.
Siggi og Lovísa fagna 80 ára afmæli lýðveldisins og fara hringinn í kringum landið með tónlistina að leiðarljósi. Í þættinum rifja þau upp lög og tónlistarmenn sem tengjast ákveðnum stöðum víðsvegar um landið.
Umsjón: Sigurður Þorri Gunnarsson og Lovísa Rut Kristjánsdóttir.
Kamilla Einarsdóttir og Stefán Pálsson rekja Íslandssögu síðustu 80 ára - en ekki þessa þurru og leiðinlegu úr kennslubókunum heldur allt það skrítna og undarlega.
Lýðveldissagan á hundavaði.
Kamilla Einarsdóttir og Stefán Pálsson rekja Íslandssögu síðstu áttatíu ára - en ekki þessa þurru og leiðinlegu úr kennslubókunum heldur allt það skrítna og undarlega.
Kvöldfréttir útvarps
Kvöldfréttir útvarps
Forseti Ísland segir það varpa skugga á störf Alþingis að ekki sé búið að taka stjórnarskrána til gagngerrar endurskoðunar.
Bæjarstjórinn á Akranesi segir fyrirtæki og þjónusta kunni að sjá á bak töluverðum tekjum með brotthvarfi nýsköpunarfyrirtækisins Running tide. Á fyrstu starfsmánuðum varði fyrirtækið um 450 milljónum króna á Skaganum.
Kona sem var viðstödd lýðveldisstofnunina á Þingvöllum fyrir áttatíu árum minnist þess helst að hafa brennt sig þegar fólk reyndi að orna sér með kaffisopa í rigningu og kulda.
Yfirvöld í Danmörku mælast til þess að borgarar búi sig undir erfiðleika af völdum veðurs og ytri ógna með því að koma sér upp vistum til þriggja sólarhringa.
Á Kvöldvaktinni heyrir þú nýjustu slagarana og útgáfurnar frá upprennandi og uppáhalds tónlistarfólki þínu í fjölbreyttum kokteil af tónlist, tungum, straumum og stefnum sem þykja endurspegla tíðaranda dagsins í dag. Umsjónarmaður: Þorsteinn Hreggviðsson.
Spiluð lög 17. júní.
Kiriyama Family - Disaster
FM Belfast - Synthia
L´Impératrice - Agitations tropicales
Farr - Bulletproof
Gotts Street Park - Everything
MRCY - California
Jónfrí & Ólafur Bjarki - Gott og Vel
David Bowie - Lady Stardust ( Alternative version take 1)
Haruomi Hosono - Fuku Wa Uchi Oni Wa Soto
FKJ, Tom Misch - Losing my way
Oscar Jerome - No Need
Hermanos Gutiérrez - El Bueno Y El Malo
JFDR - The Orchid
COIO3 - Offscreen
Kári Egilsson - In the morning
Sylvan Esso - Look at me
Kusk - Sommar
BADBADNOTGOOD - Underwater Boi
Say She She - Trouble
Keshavara - Deewana Deewana
Ömer Balik - Coffee Blues
Fuffifufzich - Ferrari
Cyber feat Lala Lala - dEluSioN
Childish Gambino - Atavista
Fat Boy Slim - Role Model
London Grammar - House
Ultraflex - Say Goodbye
Purple Disco Machine - Honey Boy
Dangerdoom - Benzi Box
One Self - Bluebird
Freddie Scott - You got what I need
Clubdub - Bad Bitch í RVK
Bakermat - Baina
Visti´s Vinyl Collective feat. Vanja Santos - Ogum
Quantic - Stand Up
Jitwam - I´m a rock
Tommy Richman - Million Dollar Baby
Billie Eilish - NDA
Fuffifufzich - Zur Hilfe
Sault - Smile and Go
Neil Frances - Falling for you
Kiasmos - Flown
Maribou State feat Holly Walker - Steal
Commix - Be True
Ghost in the Tapes - Spirit of the Immortal Joy
Páll Óskar Hjálmtýsson - Þú komst við hjartað í mér
Plata hverrar viku fyrir sig er kynnt í heild sinni.
Raftónlistartvíeykið ClubDub samanstendur af þeim Brynjari Barkasyni og Aroni Kristni Jónassyni. Þeir voru að senda frá sér plötuna Risa tilkynning og segja hana vera það besta sem hefur verið gefið út hérlendis.
Þeir settust niður með Völu Eiríks og ræddu tónlistina, vináttuna, slúðursögurnar og sögðu okkur frá þessari nýlentu plötu.