21:38
Kvöldsagan: Hið fullkomna landslag
Kvöldsagan: Hið fullkomna landslag

eftir Rögnu Sigurðardóttur. Höfundur les.

Skáldsaga sem gefin var út 2009 og vakti þá verulega athygli. Efni hennar er í stuttu máli á þessa leið: Hanna snýr heim frá Amsterdam til að taka við starfi hjá listasafni borgarinnar. Það er góðæri á Íslandi og auðmenn njóta þess að gefa safninu dýrar gjafir. Ein slík er landslagsmálverk með birkitrjám eftir þekkta listakonu frá öldinni sem leið. Gallinn er sá að forvörður á safninu, hinn dularfulli Steinn, telur að myndin sé fölsuð. Þegar slíku er haldið fram vekur það auðvitað mikil viðbrögð meðal yfirstjórmar listasafnsins.

Ragna Sigurðardóttir er menntuð í myndlist og starfaði sem myndlistarmaður og gagnrýnandi um skeið, en hefur síðan snúið sér að sagnagerð. Efnivið í ritverk sín sækir hún tíðum í myndlistarheiminn.

(Áður á dagksrá 2013)

Er aðgengilegt til 17. júní 2025.
Lengd: 19 mín.
e
Endurflutt.
,