Þagnið dægurþras og rígur

Frumflutt

2. júní 2011

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Þagnið dægurþras og rígur

Þagnið dægurþras og rígur

Um viðleitni Íslendinga til halda upp á afmæli þjóðhetjunnar Jón Sigurðssonar allt frá árinu 1911. Í þættinum er meðal annars flutt minningarljóð Hannesar Hafstein um Jón Sigurðsson Þagnið dægurþras og rígur við lag Sigfúsar Einarssonar. Það var hljóðritað árið 1961 í Dómkirkjunni í tilefni af 150 ára afmæli þjóðhetjunnar. Flytjendur eru Guðmundur Jónsson óperusöngvari og Páll Ísólfsson á dómkirkjuorgelinu. Upptakan fannst í iðrum Efstaleitis bæði á lakkplötu og hnökrandi segulbandi. Steindór Steindórsson frá Hlöðum, skólameistari á Akureyri, mundi á tíræðisaldri Oddeyrarhátíðina árið 1911 í smáatriðum. Þar sungu Norðlendingar Þagnið dægurþras og rígur og einnig Vestfirðingar á Hrafnseyri á þeim sama degi. Umsjón: Finnbogi Hermannsson.

,