14:55
Þjóðhátíðin 1874
Þjóðhátíðin 1874

Á þessu ári eru liðin 150 ár frá þjóðhátíðinni sem haldin var á Íslandi árið 1874 í tilefni af 1000 ára afmæli Íslands byggðar. Þetta var fyrsta þjóðhátíð Íslendinga, haldin 2. ágúst. Kristján IX. konungur heimsótti þá landið og færði Íslendingum stjórnarskrá og fyrir þessa þjóðhátíð var saminn þjóðsöngurinn „Ó, Guð vors lands“. Hátíðin átti mikinn þátt í því að efla sjálfstraust og bjartsýni Íslendinga. Sagt er frá hátíðinni, lesið úr endurminningum þeirra sem voru viðstaddir og fluttir nokkrir af þeim söngvum sem samdir voru fyrir hana. Lesarar eru Kristján Franklín Magnús og Halla Harðardóttir. Umsjón með þættinum hefur Una Margrét Jónsdóttir.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 55 mín.
,