20:50
Í Davíðshúsi við Bjarkarstíg
Í Davíðshúsi við Bjarkarstíg

Þátturinn er helgaður Davíð Stefánssyni frá Fagraskógi. Einkum er reynt að bregða upp mynd af því hvaða mann skáldið hafði að geyma. Sjónarhornið er hús skáldsins við Bjarkarstíg 6 á Akureyri, hús sem Davíð lét reisa og hann flutti í árið 1944. Flutt eru brot úr ávarpi sem Davíð flutti í Ríkisútvarpið 17. júní 1942, eins konar herhvöt til þjóðarinnar að líta hátt og fram á veginn, ekki leggjast undir erlent vald eða áhrif heldur klífa tindinn í hverju því sem fyrir höndum bæri. Rætt er við fólk sem man eftir Davíð og kom í Davíðshús meðan skáldið lifði, bróðurbörn hans tvö, Ragnheiði og Magnús Stefánsbörn úr Fagraskógi, en einnig Þorbjörgu Guðmundsdóttur sem ólst að hluta upp í kjallaraíbúð Davíðshúss og Jódísi Jósefsdóttur sem starfaði á Amtsbókasafninu á Akureyri og sentist stundum til Davíðs með bækur. Tónlistin í þættinum er öll við ljóð eftir Davíð Stefánsson frá Fagraskógi.

Reynt er að bregða upp mynd af því hvaða mann skáldið Davíð Stefánsson hafði að geyma. Sjónarhornið er hús skáldsins við Bjarkarstíg 6 á Akureyri, hús sem Davíð lét reisa og hann flutti í árið 1944. Flutt eru brot úr ávarpi sem Davíð flutti í Ríkisútvarpið 17. júní 1942, eins konar herhvöt til þjóðarinnar að líta hátt og fram á veginn, ekki leggjast undir erlent vald eða áhrif heldur klífa tindinn í hverju því sem fyrir höndum bæri. Rætt er við fólk sem man eftir Davíð og kom í Davíðshús meðan skáldið lifði, bróðurbörn hans tvö, Ragnheiði [1936-] og Magnús Stefánsbörn úr Fagraskógi, en einnig Þorbjörgu Guðmundsdóttur sem ólst að hluta upp í kjallaraíbúð Davíðshúss og Jódísi Jósefsdóttur sem starfaði á Amtsbókasafninu á Akureyri og sentist stundum til Davíðs með bækur. Tónlistin í þættinum er öll flutt við ljóð eftir Davíð Stefánsson frá Fagraskógi.

Umsjón: Pétur Halldórsson.

(Áður á dagskrá 2011)

Er aðgengilegt til 17. júní 2025.
Lengd: 49 mín.
e
Endurflutt.
,