18:30
Hvað ertu að lesa?
Slóttugar Strandanornir
Hvað ertu að lesa?

Þættir um barnabækur úr öllum áttum, gamlar og nýjar. Embla og Karitas ræða við höfunda, þýðendur, myndhöfunda, leikara og alls konar fólk sem kemur að barnabókum á einn eða annan hátt, að ógleymdum lesendunum sjálfum.

Umsjón: Embla Bachmann og Karitas M. Bjarkadóttir.

Í þessum þætti halda Embla og Karitas upp á 20. þáttinn af Hvað ertu að lesa og afmælið hennar Karitasar, sem fékk að velja sér bók í tilefni dagsins. Fyrir valinu varð bókin Strandanornir eftir Kristínu Helgu Gunnarsdóttur, sem kíkti til þeirra í spjall. Bókaormurinn Úa lét sig heldur ekki vanta í umræðuna um þessa skemmtilegu sumarbók.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 20 mín.
,