09:03
17. júní, hátíðisdagur íþróttamanna
17. júní, hátíðisdagur íþróttamanna

Löngu áður en 17. júní var gerður að þjóðhátíðardegi og áður en íslenska lýðveldið var stofnað hafði íþróttahreyfingin á Íslandi gert daginn að sínum. Í rúmlega 70 ár var ein stærsta íþróttahátíð landsins haldin 17. júní. Í þessum þætti er saga 17. júní íþróttamótanna rakin, hvernig þau hófu göngu sína, hvers vegna þau liðu undir lok og rökstutt hvers vegna íþróttahreyfingin á stóran þátt í því að afmælisdagur Jóns Sigurðssonar skuli vera þjóðhátíðardagur Íslendinga.

Dagskrárgerð: Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 38 mín.
,